fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningurinn hófst á Íslenska rokkbarnum – „Við gefum engin komment“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdragandinn að morði á 27 ára gömlum Pólverja að kvöldi sumardagsins fyrsta var ágreiningur sem átti sér stað inn á bar í nágrenni morðvettvangsins, nánar tiltekið Íslenska rokkbarnum að Bæjarhrauni 26.

Fjögur ungmenni undir tvítugu, þrír piltar og ein stúlka, eru í haldi lögreglu og hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. apríl vegna rannsóknar lögreglu á láti 27 ára gamals manns frá Póllandi. Maðurinn var stunginn mörgum sinnum.

RÚV greinir frá því að samskipti ungmennanna og Pólverjans hafi hafist inni á Íslenska rokkbarnum. Þar hafi upphafist einhvers konar ágreiningur sem hafi haldið áfram út á bílastæðið hinum megin við götuna þar sem árásin var framin. Rætt hefur verið við gesti og starfsfólk á barnum og hefur lögregla átt í ágætu samstarfi við þá sem reka barinn að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns á Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenski rokkbarinn er nokkuð vinsæll meðal Hafnfirðinga og þar er oft í boði lifandi tónlist. Barinn er skráður í eigu litháeskrar konu en er DV hringdi í hana varð eiginmaður hennar fyrir svörum. Maðurinn sagði að hún myndi ekki ræða við blaðamann. „Við gefum engin komment. Málið er bara í rannsókn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans