fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Magnús lést 19 ára gamall vegna fíknisjúkdóms – „Hann þráði ekkert heitar en að verða edrú“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. apríl 2023 15:00

Mæðginin, Magnús Andri og Guðrún Katrín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég, Guðrún Katrín, er mamma Magnúsar Andra sem lést af fíknisjúkdómi þann 12. febrúar 2023,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í einlægri færslu á Facebook, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila.

Sonur hennar, Magnús Andri Sæmundsson, var aðeins 19 ára gamall þegar hann lést.

„Þann 12 febrúar síðastliðinn, breyttist líf okkar fjölskyldunnar að eilífu. Magginn okkar lést af fíknisjúkdóm. Hann var aðeins 19 ára gamall og allt lífið framundan. Hann þráði ekkert heitar en að verða edrú,“ segir Guðrún Katrín og rifjar upp síðustu daga sonar síns.

„Síðustu dagar Magga voru ágætir, hann var á fíknigeðdeild,fór þaðan yfir að stunda fundi í 12 spora samtökum, var kominn með trúnaðarmann og ætlaði sér að byrja stunda 12 spora prógrammið af fullum krafti. En það var ekki nóg, hann komst ekki inn í langvarandi meðferð vegna biðlista, hann var ekki nógu geðveikur fyrir fíknigeðdeild.“

Mæðginin, Magnús Andri og Guðrún Katrín.

Kom alls staðar að lokum dyrum

Guðrún Katrín segist hafa leitað alls staðar að aðstoð fyrir son sinn, sem þurfti aðstoð og utanumhald, en hún kom alls staðar að lokuðum dyrum.

„Ég mamma hans, hringdi á alla þá staði sem ég mögulega vissi um að koma honum einhversstaðar inn, þvi jú að koma úr ópíóða neyslu er bara alls ekkert grín, það er ekki nóg að fara nokkra daga inn á Vog eða geðdeild, það þarf langa eftirmeðferð og utanumhald. Hann fann fyrir fordómum og skömm, hann var fárveikur af sínum sjúkdóm. En kom alls staðar að lokuðum dyrum. Ef hann hefði verið með krabbamein, eða sykursýki, þá hefði hann fengið alla þá hjálp og aðstoð, en ekki með fíknisjúkdóm, sem er viðukenndur af alþjóða heilbrigðisstofnun.“

Um Magnús son sinn segir Guðrún Katrín: „Maggi minn var með stærsta hjartalag, og besta faðmlagið, hæfileikaríkur, stórgáfaður. Ég sem móðir hans skil ekki a fhverju það er ekkert gert í þessum málum, fyrir þessa ungu krakka. Alltof mörg börn hafa látið lífið bara á þessu ári, og enginn talar um það.“

Segist Guðrún Katrín ekki skammast sín fyrir hvernig andlát sonar hennar bar að:

„Eigum við sem foreldrar bara að þegja og skammast okkar fyrir að börnin okkar hafi látist af völdum fíkniefna. Nei barnið mitt var með sjúkdóm, ég skammast mín ekki. Ég Guðrún Katrín er mamma Magnúsar Andra sem lést af fíknisjúkdómi þann 12.febrúar 2023.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“