fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Faðir vill fullt forræði yfir dóttur sinni eftir að móðirin reyndi sjálfsvíg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 10:55

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. maí næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjaness í máli sem erlendur maður hefur höfðað á hendur íslenskri barnsmóður sinni. Maðurinn krefst þess að fá forræði yfir dóttur hjónanna sem fæddist árið 2015. Vill hann jafnframt að lögheimili dótturinnar verði hans heimili.

Árið 2020 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að móðirin ætti að hafa fullt forræði yfir barninu en föðurnum var úthlutuð takmörkuð umgengni. Landsréttur staðfesti þennan dóm sama ár.

Tveimur árum síðar barst föðurnum bréf frá barnavernd Reykjavíkur þar sem komu fram þær upplýsingar að móðirin hefði reynt sjálfsvíg. Segir í stefnu mannsins að ástand móðurinn sé ekki til þess fallið að veita barninu öruggan uppeldisstað. Hafi hún átt í nokkrum ástarsamböndum með mismunandi mönnum á stuttri ævi barnsins og notað fíkniefni.

Sáttameðferð í deilu fólksins hefur verið reynd af hálfu sýslumanns en án árangurs.

Faðirinn bendir ennfremur á að niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar í málinu á sínum tíma hafi verið ámælisverð. Var það talið vega þungt að hann tali ekki nægilega góða íslensku. Var stuðningsnet móðurinnar hér á landi jafnframt talið traustara en stuðningsnet föðurins. Segir í stefnunni að þessi niðurstaða hafi grafið undan 65. grein stjórnarskrárinnar sem tryggi rétt borgaranna óháð kyni, kynþætti eða trúarvitund.

Héraðsdómur byggði einnig á því á sínum tíma að móðirin væri betur menntuð en faðirinn og vann það einnig gegn föðurnum að atvinnusaga hans væri slitrótt. Telur faðirinn dóminn hafa verið byggðan á röngum forsendum og eigi ekki við í dag í ljósi breyttra aðstæðna. Þá byggir hann einnig á því að áðurnefnt stuðningsnet móðurinnar lýsi sér aðallega í því að banið dveljist langtímum saman hjá móðurömmu sinni í Keflavík. Hafi þetta leitt til þess að á síðustu skólaönn hafi hún misst mikið úr skóla.

Þá segir ennfremur að veruleg takmörkun á umgengni við föðurinn brjóti gegn lögvörðum réttindum barnsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga