fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Veitingastaður í Grindavík skaðabótaskyldur vegna líkamsárásar starfsmanns á drukkinn gest 

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. apríl 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Fishhouse í Grindavík, starfsmaður staðarins og Sjóvá-Almennar eru skaðabótaskyld vegna líkamstjóns karlmanns sem varð fyrir líkamsárás starfsmannsins á staðnum 14. júlí 2019. Stefndu,skulu jafnframt greiða stefnanda óskipt 1,5 milljón í málskostnað. Kemur þetta fram í dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 18. apríl síðastliðinn. 

Hnefahögg við barborðið

Tildrög málsins eru þau að stefnandi var aðfararnótt 14. júlí 2019 við barborð veitingastaðarins, er starfsmaðurinn, sem sinnti afgreiðslu á bar staðarins, sló til hans með krepptum hnefa vinstri handar einu höggi í andlitið svo stefnandi féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í gólfið. Rotaðist hann í nokkrar mínútur og fékk stóra kúlu aftan á hnakka, og var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Kemur fram í dómi að stefnandi væri með slæman höfuðverk, jafnvægisleysi, þvoglumælgi, minnisleysi og ætti erfitt með gang. Leitaði hann tvisvar eftir þetta til HSS, en eftir höfuðhöggið var hann með viðvarandi svima sem háir honum við vinnu sem og heyrnarskerðingu á hægra eyra. Í læknisvottorði kemur fram að hann sé með heyrnarskerðingu á báðum eyrum, mun verri á því hægra og þurfi hann heyrnartæki á það eyra.

30 daga dómur fyrir líkamsárás

Þann 15. ágúst sama ár lagði stefnandi fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum á hendur starfsmanninum. Í kærunni kom fram að stefnandi hefði verið að skemmta sér á staðnum og hafi drukkið töluvert mikið af áfengi. Hann hafi mætt á veitingastaðinn milli klukkan 1 og 2 um nóttina, farið á barinn og verið ókurteis við barþjóninn sem hafi kýlt hann. Barþjóninn lýsti hins vegar málavöxtum svo að stefnandi hefði kýlt hann fyrst með krepptum hnefa beint framan á andlitið, í nef og framtennur, hann hafi fengið blóðnasir og brotnað hafi upp úr vinstri framtönn. Hafi hann síðan slegið stefnanda til baka, með fyrrgreindum afleiðingum.

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 26. mars 2021 hlaut starfsmaðurinn 30 daga fangelsi fyrir líkamsárásina, skilorðsbundið til tveggja ára, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða þolanda 350.000 kr. Í bætur auk sjúkrakostnaðar upp á tæpar 200.000 kr.

Ábyrgð á grundvelli vinnuveitenda- og húsbóndaábyrgðar

Stefnandi byggði kröfur sínar í þessu máli gegn veitingastaðnum og tryggingafélaginu á því að hann hafi orðið fyrir varanlegu líkamlegu tjóni og beri veitingastaðurinn ábyrgð á grundvelli vinnuveitenda- og húsbóndaábyrgðar á því tjóni sem starfsmaðurinn hafi valdið. Taldi hann jafnframt að félagið sem er eigandi staðarins eigi sök á líkamstjóni hans með því að hafa vanrækt að tryggja að starfsemi staðarins sé rekin í samræmi við opinberar kröfur og skyldur.  Beri því tryggingafélagið einnig ábyrgð á skaðabótaskyldri háttsemi þess sem óumdeildur ábyrgðartryggjandi veitingastaðarins.

Taldi stefnandi fyrirtækið ekki hafa fullnægt opinberum skilyrðum til að sinna dyravörslu og auk þess hafa vanrækt að að tryggja að til staðar væri hæft starfsfólk sem hlotið hefði tilskylda þjálfun til að meðhöndla stefnanda og koma þannig í veg fyrir tjón hans. En með fullnægjandi tökum hefði verið fært að vísa honum út af staðnum slysalaust og koma þannig í veg fyrir líkamstjón hans.

Stefnandi byggði kröfu sína gegn starfsmanninum á því að hann hafi með saknæmum og ólögmtum hætti valdið sér tímabundnu og varanlegu líkamstjóni. Hann hefði þegar gengist við verknaðinu fyrir dómi og verið dæmdur fyrir.

Töldu málatilbúnað stefnanda fráleitan

Stefndu, fyrirsvarsmenn veitingastaðarins, báru því við að ljóst sé að í starfslýsingu starfsmannsins hafi ekki falist að beita viðskiptavini líkamlegu valdi, ofbeldi eða viðlíka valdbeitingu. Var því mótmælt að dyravarsla hafi verið hluti af starfi hans umrædda nótt. Málatilbúnaður stefnanda sé fráleitur þar sem hann hafi sjálfur lýst því yfir að hann sé meðvitaður um að hafa tilhneigingu til að verða erfiður er hann drekki mikið, hann hafi ráðist að fyrra bragði á barþjóninn og stefnandi beri ábyrgð á sjálfum sér og gjörðum sínum. Þó talið yrði að staðurinn bæri einhverja skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda sé ljóst að eigin sök hans sé svo veruleg að hann verði að bera allt sitt tjón sjálfur.

Eigi að síður var það mat dómara að þótt líkamsárás starfsmannsins gegn stefnanda geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingahúsi þá hafi framferði hans þó verið í slíkum tengslum við starf hans að felld verður ábyrgð á vinnuveitandann, Fishhouse ehf. vegna umrædds tjóns stefnanda. Sjóvá-Almennar ber sömuleiðis bótaábyrgð sem vátryggjandi fyrirtækisins.

Var það jafnframt mat dómara að stefnandi gæti ekki, þrátt fyrir atlögu hans, ölvun og framkomu, verið látinn bera nokkra eigin sök á líkamsárás stefnda gagnvart honum og afleiðingum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“