fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Reyndi að stela hraðbanka í Hafnarfirði

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 08:41

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt.

Í Hafnarfirði, hverfi 221, var tilkynnt um einstakling sem var að reyna stela hraðbanka. Á vettvangi mátti sjá að búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Bifreiðin var mannlaus og málið er í rannsókn.

Í Reykjavík var tilkynnt um einstakling sem stóð í hótunum fyrir utan húsnæði í miðbænum. Var hann farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Einnig var tilkynnt um hópslagsmál í miðbænum, einn einstaklingur var handtekinn og vistaður í þágu rannsókn málsins. Annar veittist að dyravörðum í miðbænum. 

Tilkynnt var um börn að leika sér í gröfu, börnin voru búin að kveikja á henni og voru að aka um. Tilkynnanda tókst að hræða þau á brott og voru þau því farin þegar lögreglu bar að.

Eignaspjöll, yfirstaðið innbrot, þjófnaður, hundsbit, fall af rafhlaupahjóli, akstur undir áhrifum áfengis og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eru einnig í dagbók lögreglunnar á lögreglustöð 1.

Á lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt eru yfirstaðið innbrot, tilkynning um dreng með hníf og eldur í fjölbýlishúsi sem búið var að slökkva á meðal mála í hverfi 109. Einstaklingur var handtekinn grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar, var hann handtekinn og og vistaður í fangaklefa. 

Tilkynnt var um dauðan kött á Suðurlandsvegi, við eftirgrennslan reyndist kötturinn vera rifin úlpa í vegkantinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“