fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Rannsaka hvort myndband af manndrápinu við Fjarðarkaup sé í dreifingu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 15:08

Mynd: Skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla skoðar hvort myndbandsupptaka af manndrápinu við Fjarðarkaup á fimmtudagskvöld sé í dreifingu. RÚV greinir frá. Fjögur ungmenni á aldrinum 15-19 ára voru í gærkvöldi úrskurðuð í sex daga gæsluvarðhald, til 27. apríl, sem einhver þeirra hyggjast kæra. Mun eitt þeirra hafa tekið árásina upp á myndband.

Sjá einnig: Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningur á bar leiddi til uppgjörs á bílastæðinu

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki tjá sig um hvort ungmennin hafa áður komið við sögu lögreglu, en hann staðfestir við fréttastofu RÚV að lögreglan hafi lagt hald á hnífinn sem er talinn hafa verið notaður við verkið.

Aðspurður um hvort myndband af árásinni sé í dreifingu svarar Grímur: „Við höfum upplýsingar um að það kunni að vera í dreifingu myndskeið af þessu og það er bara það sem við erum með til skoðunar, hvort það sé rétt.“

Á þessum tímapunkti lýtur rannsóknin að því að reyna að átta sig atburðarásinni alveg frá A til Ö, hvort það eru einhver samskipti áður en að árásinni kemur og líka eftir – við erum bara að safna upplýsingum um það þannig að ég get ekki farið nánar út í það á þessu stigi,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.

Bænastund fór fram í Landakotskirkju klukkan eitt í dag til stuðnings vinum og vandamönnum hins látna.

Sjá einnig: Minningarathöfn um pólska manninn sem var myrtur – „Pólverjar eru Íslendingar“

Vísir greinir frá að lögreglan hafi farið í húsleitir vegna málsins í gær. Grím­ur vildi ekki gefa upp hvort lög­regla hafi lagt hald á ein­hverja muni.

Lög­regla hef­ur hins veg­ar eins og áður sagði undir höndum hníf sem hún telur hafa verið notaðan við verknaðinn. Vopnið fannst ná­lægt vett­vangi í gær. „Við erum með í okk­ar hönd­um það vopn sem við telj­um að hafi verið notað, sem er hníf­ur,“ seg­ir Grím­ur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?