fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Minningarathöfn um pólska manninn sem var myrtur – „Pólverjar eru Íslendingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. apríl 2023 14:31

Frá vinstri: Sendiherrann Gerard, Kristófer sem skipulagði bænastundina, og Guðbjörg úr Hafnarfirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólkið þjáist eðlilega mjög mikið. Það sem er mikilvægast núna er að útskýra stöðuna því þetta er mjög óvenjulegur atburður,sagði Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, í samtali við DV, að lokinni bænastund sem haldin var í Landakotskirkju fyrr í dag. Bænastundin var haldin til stuðnings móður manns sem ráðinn var bani á bílastæðinu fyrir utan Fjarðarkaup að kvöldi sumardagsins fyrsta.

Fjölskyldan ræður því hvernig staðið verður að málum en sem fyrst viljum við vita hvað gerðist. Við vitum núna að þetta gerðist á sumardaginn fyrsta um miðnætti. Við vitum ekkert annað,“ segir Gerard. Aðspurður segist hann vera í góðu sambandi við  lögregluna. Já, ég er í góðu sambandi við lögregluna en ég geri mér grein fyrir því að á þessu augnabliki eru þeir að bíða eftir upplýsingum.Segir hann að í byrjun hafi lögreglan ekki vitað að hinn látni væri Pólverji. Gerard segir að nafn hins látna verði ekki gefið upp að sinni. Hann segir aðspurður að maðurinn sé um þrítugt og hafi unnið á Íslandi. Hann er ekki með upplýsingar um hvað lengi maðurinn hefur dvalist á Íslandi.

Kristófer Gajowski skipulagði bænastundina. Kristófer er Pólverji sem talar góða íslensku. Prestur pólska safnaðarins á Íslandi flutti hugvekju á pólsku en Kristófer talaði á íslensku. Þar sagði hann að allt samfélagið væri slegið yfir þessum atburði, jafnt Pólverjar sem Íslendingar. Við værum komin saman til að sýna stuðning, kærleika og fyrirgefningu. Hinn látni væri ungur maður sem hefði viljað vinna og skemmta sér, eins og annað fólk. Atburðurinn væri óskiljanlegur, en hann vekti spurningar um hvernig fólk elur upp unglingana sína, hvort það sé æskilegt að þau fái að gera það sem þau vilja.

Fjögur ungmenni eru í haldi lögreglu vegna málsins, þrír piltar og ein stúlka. Samkvæmt heimildum eru þau öll undir tvítugu. Hinn látni var stunginn mörgum sinnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Um 40 manns voru við athöfnina, fjölskylda hins látna, blaðamenn og einnig fólk sem tengist manninum ekki neitt, bæði Íslendingar og Pólverjar. DV hitti stuttlega að máli konu sem heitir Guðbjörg og ók frá Hafnarfirði til að vera viðstödd athöfnina. Hún sagðist vilja sýna Pólverjum samstöðu á erfiðri stund sem þessari. Pólverjar eru Íslendingar,sagði Guðbjörg í samtali við blaðamann en hún hefur haft mjög góð kynni af Pólverjum á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“