fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Leyniskjöl varpa ljósi á djúpan klofning innan rússnesku ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 06:45

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega mun meiri óeining innan rússnesku ríkisstjórnarinnar en áður var talið. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem var nýlega lekið á netið.

The New York Times segir að í skjölunum komi meðal annars fram að leyniþjónustan FSB saki varnarmálaráðuneytið um að halda tölum um mannfall rússneska hersins í Úkraínu leyndum.

Í skjölunum kemur fram að „enn sé andstaða meðal embættismanna innan hersins um að flytja slæmar fréttir á æðstu stöðum“.

Embættismenn hjá FSB segja að tölur ráðuneytisins nái ekki yfir látna og særða úr þjóðvarðliðinu, Wagner-málaliðahópnum, málaliða og hermenn frá Tjétjéníu sem hafa barist með rússneska hernum.

Í skjölunum kemur fram að hinar ýmsu sveitir rússneska hersins berjist gegn hver annarri og hafi barist án sameiginlegrar stjórnar og samhæfingar og að það hafi gert aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu mjög flóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins