fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Íbúi í Seljahlíð hefur hótað nágrönnum lífláti – Borgin svarar fyrirspurn um ástandið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. apríl 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV um ástandið í Seljahlíð vakti athygli. Seljahlíð er í Hjallaseli í Breiðholti en þar er rekið öldrunarheimili og þjónustukjarni. Aldraðir íbúar í húsinu hafa orðið fyrir ónæði og áreiti af sumum yngri íbúum hússins sem eiga við fíknivanda að stríða.

Sagt er að aldraðir íbúar þurfi stundum að flýja matsalinn í Seljahlíð vegna hávaða og ógnandi hegðunar af hálfu yngri íbúanna. Maður sem þarna býr hefur margoft sýnt af sér ógnandi hegðun í hverfinu og verið á ferðinni með barefli, brotið rúður í bílum og komið inn á hjúkrunarheimilið með þýfi og stolin reiðhjól.

Þessi blöndun á íbúum, óreglufólki og öldruðum, sætir gagnrýni. Þykir einnig sérkennilegt að reykingar eru leyfðar á herbergjum og eru nokkrir íbúar sagðir reykja í herbergjum sínum.

Samkvæmt heimildum DV hafa nágrannar Seljahlíðar orðið fyrir ógnunum og áreiti af hendi eins íbúa í Seljahlíð. Þegar verst lætur hótar hann þeim lífláti.

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hefur svarað fyrirspurn DV um málið. Í svari hennar segir:

„Félagsbústaðir eiga Seljahlíð en velferðarsvið sér alfarið um reksturinn þar, annars vegar á 20 hjúkrunarrýmum og hins vegar á þjónustuíbúðum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, einkum eldra fólk.

Við getum staðfest að upp hafa komið mál þar sem einstaklingar hafa sýnt af sér truflandi hegðun í Seljahlíð. Við getum hins vegar ekki tjáð okkur um samskipti einstakra íbúa, sem búa þarna í sjálfstæðri búsetu í leiguhúsnæði.

Reykjavíkurborg hefur sagt upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarrýmanna í samræmi við ákvörðun borgarstjórnar frá 6. desember sl. og hyggur á frekari þróun þjónustu í húsnæðinu, einkum fyrir eldra fólk.“

Rannveig bendir á að ekki sé rétt með farið um eitt atriði í fyrri frétt DV um ástandið í Seljahlíð. Þar sagði að Félagsbústaðir rækju bar í fjáröflungarskyni á staðnum. Það mun ekki vera rétt. Ennfremur var greint frá áhyggjum af reykingum heimilisfólks á herbergjum sínum:

„Tvö atriði varðandi fréttaflutning þinn af málefnum Seljahlíðar: Félagsbústaðir koma ekki að rekstrinum og því ekki rétt að þeir reki þar bar í fjáröflunarskyni. Fólki er heimilt að reykja á heimilum sínum. Velferðarsvið getur því ekki bannað reykingar fólks í heimahúsum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins