fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningur á bar leiddi til uppgjörs á bílastæðinuFjarðarkaup, Lögreglumál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 22:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar, þrír piltar og stúlka, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl vegna morðsins við Fjarðarkaup í gærkvöldi. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að ungmennin væru á aldrinum sextán til nítján ára.

Þau eru grunuð um að hafa ráðist á pólskan karlmann á þrítugsaldri á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vegfarandi varð vitni að árásinni og hringdi á lögregluna sem var fljót á vettvang. Var maðurinn sem ráðist var á illa særður, eftir fleiri en eina hnífstungu, og lést hann á sjúkrahúsi nokkru síðar.

Komið hefur fram að engin tengsl hafi verið milli íslensku ungmennanna og fórnarlambsins. Herma heimildir DV að ungmennin hafi hitt á manninn á nærliggjandi bar og þar hafi kastast í kekki milli þeirra. Sá ágreiningur hafi leitt til uppgjörsins á bílastæðinu.

Lögregla rannsakar nú málið og skoðar myndbandsupptökur af svæðinu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV að lögreglan teldi sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Í gær

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina