fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Áhrifa frelsisbaráttu Úkraínumanna gætir í nágrannaríkjunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 06:50

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að berjast gegn rússneska innrásarliðinu og þar með fyrir frelsi sínu standa Úkraínumenn ekki aðeins uppi í hárinu á Rússum. Þeir eru um leið hvatning fyrir pólitískar hreyfingar í öðrum Austur-Evrópuríkjum.

Úkraínumenn hafa sýnt að hinir minni máttar geta risið upp á móti ofbeldisseggjum, meira að segja þeim sem eru risastórir. Þeir hafa því verið hvatning fyrir ríki sem eru svo óheppin að eiga nágranna sem hafa sýnt af sér rándýrshvatir, má þar nefna Taívan, og kúgað fólk um allan heim skrifaði breska tímaritið Economist þegar það útnefndi Úkraínu „land ársins“ um síðustu áramót.

Jótlandspósturinn bendir á að ekki þurfi að horfa langt til að sjá að „Úkraínur“ geti myndast í sumum þeirra ríkja sem voru hluti af Sovétríkjunum þar til þau leystust upp 1991.

Dæmi um þetta mátti sjá í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, nýlega þegar tugir þúsunda landsmanna mótmæltu nýjum og umdeildum lögum. Þeir báru ekki aðeins georgíska fánann, heldur einnig úkraínska fánann og spjöld sem sýndu stuðning þeirra við baráttu Úkraínumanna.

Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, sem er hliðholl Rússum, sem myndi heimila stjórnvöldum að fara sömu leið og Rússar og skilgreina andstæðinga stjórnvalda sem „erlenda útsendara“.

Ríkisstjórnin brást við mótmælunum á rússneska vísu og sendi óeirðalögregluna til að berja á þeim með kylfum og táragasi. En þá þróuðust málin þannig að líkara var að handritið hefði verið skrifað í Kiev en Moskvu. Eins og gerðist í Úkraínu 2004-2005 og 2013-2014 létu lýðræðissinnaðir Georgíumenn ekki kúga sig og ríkisstjórnin neyddist til að afturkalla lagafrumvarpið. Þessi þróun mála fór ekki fram hjá ráðamönnum í Tbilisi og Moskvu og þeir fara ekki leynt með að þeir óttast að áhrif af baráttu Úkraínumanna muni smitast út fyrir landsteinana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins