fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Óhugnanleg árás nemenda við Álftamýrarskóla á 13 ára dreng – Nefbrotnaði og fékk höfuðhögg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 11:38

Álftamýrarskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla rannsakar nú árás hóps 13 til 16 ára unglinga á 13 ára dreng. Árásin átti sér stað um tvöleytið í gær. Gögn af samfélagsmiðlum sýna að árásin var undirbúin með hópmyndun.

Drengurinn nefbrotnaði og hlaut höfuðhögg í árásinni. Samkvæmt heimildum DV rannsakar lögreglan málið sem líkamsárás, rán og kynferðisbrot en árásarmennirnir rændu snjallsíma drengsins og reyndu að girða niður um hann buxurnar.

Samkvæmt heimildum DV er kjarni árásarmannanna nemendur við Álftamýrarskóla og árásin er talin vera hluti af langvarandi eineltisvandamálum við skólann. Drengurinn sem varð fyrir árásinni er fyrrverandi nemandi við skólann en þurfti að hætta námi þar vegna eineltis, sem að sögn aðstandenda var ekki brugðist við af hálfu skólans.

Þolandinn var leiddur á vettvang árásarinnar sem var tekin upp á myndband. Sem fyrr segir er talið að árásin hafi verið vandlega undirbúin.

Heimildir DV herma að lögreglan taki málið mjög alvarlega og er kraftur í rannsókninni.

Myndbönd af ofbeldinu hafa verið í dreifingu. Hér að neðan birtist aðeins brot af myndefninu og hefur það gerið gert ópersónugreinanlegt. Myndbönd sýna að drengurinn var meðal annars sleginn niður í jörðina.

Óhugnanleg árás
play-sharp-fill

Óhugnanleg árás

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Hide picture