Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu frá breska varnarmálaráðuneytinu en það sendir daglega frá sér stöðuuppfærslur um gang stríðsins.
Segir ráðuneytið að þann 11. apríl hafi ný lög tekið gildi í Rússlandi sem gera Rússum erfitt fyrir við að komast hjá herkvaðningu. Eitt af lykilatriðunum í lögunum er að nú verður hægt að kalla fólk til herþjónustu með því að senda því rafræn skilaboð. Áður var það gert með því að senda fólki bréf upp á gamla mátann og það var auðveldara að komast hjá því að herkvaðningu þegar sú aðferð var notuð.
Með því að senda herkvaðninguna rafrænt verður hægt að refsa þeim, sem reyna að komast hjá innköllun, sjálfkrafa. Til dæmis með því að takmarka ferðafrelsi viðkomandi og atvinnumöguleika.
Varnarmálaráðuneytið segir að ekkert bendi til að rússnesk yfirvöld séu að kalla fleiri til herþjónustu en líklega séu nýju lögin hluti af langvarandi áætlun um hvernig á að fjölga í hernum. Telur ráðuneytið að þetta sé gert vegna þess að Rússar reikni með langvarandi stríði.