fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Pútín sagður reikna með langvarandi stríði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir ný lög sem eiga að auðvelda yfirvöldum herkvaðningar í framtíðinni. Þetta er hluti af undirbúningi Pútíns undir langvarandi stríð í Úkraínu.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu frá breska varnarmálaráðuneytinu en það sendir daglega frá sér stöðuuppfærslur um gang stríðsins.

Segir ráðuneytið að þann 11. apríl hafi ný lög tekið gildi í Rússlandi sem gera Rússum erfitt fyrir við að komast hjá herkvaðningu. Eitt af lykilatriðunum í lögunum er að nú verður hægt að kalla fólk til herþjónustu með því að senda því rafræn skilaboð. Áður var það gert með því að senda fólki bréf upp á gamla mátann og það var auðveldara að komast hjá því að herkvaðningu þegar sú aðferð var notuð.

Með því að senda herkvaðninguna rafrænt verður hægt að refsa þeim, sem reyna að komast hjá innköllun, sjálfkrafa. Til dæmis með því að takmarka ferðafrelsi viðkomandi og atvinnumöguleika.

Varnarmálaráðuneytið segir að ekkert bendi til að rússnesk yfirvöld séu að kalla fleiri til herþjónustu en líklega séu nýju lögin hluti af langvarandi áætlun um hvernig á að fjölga í hernum. Telur ráðuneytið að þetta sé gert vegna þess að Rússar reikni með langvarandi stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?