fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Ítalskur fangi á Hólmsheiði verður framseldur til Rómar – Sakfelldur fyrir manndrápstilraun með kylfu, glerflöskum, spörkum og hnefahöggum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 20:45

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að ítalskur maður sem er í varðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði skuli framseldur til Rómar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar.

Maðurinn flúði land er hann átti eftir að afplána átta ár af ellefu ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir í manndrápstilraun þar sem beitt var kylfum, glerflöskum, spörkum og höggum. Fimmtán manns tóku þátt í árásinni.

„Í skýrslu varnaraðila fyrir lögreglu vildi hann ekki tjá sig um sakargiftir og málsatvik en vildi ekki verða afhentur ítölskum yfirvöldum og óttaðist að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Hann gerði nokkra grein fyrir högum sínum hérlendis hvar hann byggi og að hann hefði framfærslu af greiðslum frá íslenska ríkinu og vegna vinnu sem hann sinnti án þess að laun væru gefin upp. Hann bar um að eiga enga ættingja hérlendis,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ítalinn segist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsi á Ítalíu en gaf ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land.

Maðurinn og verjandi hans töldu að ekki hefði farið fram nægilega ítarleg rannsókn á beiðininni um framsal. „Að ekki hafi farið fram viðhlítandi rannsókn á beiðninni og grundvelli hennar en varnaraðili haldi því fram að hann hafi þegar afplánað þriggja ára refsingu í Ítalíu og hafi í kjölfarið verið látinn laus. Varnaraðili hafi einnig greint frá því að málið hafi verið endurupptekið 2020 og það dæmt að honum fjarstöddum,“ segir í úrskurðinum.

Hvorki héraðsdómur né Landsréttur tóku undir þetta og hafa nú bæði dómstigin úrskurðað að maðurinn skuli framseldur til Ítalíu.

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband