fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Heimsmethafi sögð hafa svindlað í ofurmaraþoni – Fékk far með bíl hluta leiðarinnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 11:00

Joasia Zakrzewski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski ofurlanghlauparinn, Dr. Joasia Zakrzewski svindlaði í 80 kílómetra maraþoni sem fram fór í Bretlandi þann 7. apríl síðastliðin. Umrætt hlaup, GB Ultras, var á milli borganna Manchester og Liverpool og er talið að Zakrzewski hafi þegið far með bifreið um 4 kílómetra af leiðinni.

Í frétt BBC kemur fram að þetta sjáist greinilega með því að skoða gögnin á örflögu sem Zakrzewski var með á sér eins og þátttakendum er skylt. Þar sést að um tíma ferðaðist hún á hraða sem nemur 58 km/klst. Til samanburðar komst Usain Bolt mest á 43.99 km/klst þegar hann setti heimsmet sitt í 100 metra hlaupi.

Málið þykir hið undarlegasta enda er  Zakrzewski  þekktur langhlaupari. Hún er handhafi fjölmargra landsmeta í Skotlandi og setti meðal annars heimsmet í febrúar þegar hún hljóp 410 kílmóetra á tveimur sólarhringum.

Með svindlinu á Zakrzewski  að hafa grætt um 25 mínútur í hlaupinu og það dugði henni til landa bronsinu í keppninni.

Þegar málið komst upp þá var hinn meinti svikahrappur þegar dæmd úr leik og segir í frétt BBC að hún hafi verið samstarfsfús við mótshaldara. Ekki er ljós hvaða afleiðingar málið hefur fyrir feril Zakrzewski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“