fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Uppnám þegar netverjar komust að því hvaða bragð er af græna Haribo-bangsanum

Fókus
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 12:57

Þetta kom ýmsum á óvart.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð uppi fótur og fit þegar aðdáendur gúmmíbangsanna frá Haribo komust að því hvaða bragð er í raun og veru af græna bangsanum.

Flestir myndu ef til vill halda að hann væri með eplabragði, lime-bragði eða jafnvel vatnsmelónubragði en það er nú öðru nær. Sannleikurinn er nefnilega sá að hann er með jarðaberjabragði.

Umræða um þetta fór á flug á Reddit og kom þetta netverjum mörgum hverjum á óvart.

„Aðdáandi í tuttugu ár og ég er fyrst núna að komast að því að græni bangsinn er með jarðaberjabragði,“ sagði einn.

„Ég ætla að hringja á lögregluna út af þessu og fá hana til að skera úr um hvort þetta sé jarðaberjabragð eða eplabragð,“ bætti annar við.

Ýmislegt annað fróðlegt kom upp úr krafsinu hjá netverjum, meðal annars hvernig nafnið á Haribo-fyrirtækinu varð til.

Hans Riegel stofnaði fyrirtækið árið 1920 og notaði hann fyrstu tvo stafina í fornafni sínu og eftirnafni. Svo bætti hann við tveimur fyrstu stöfunum í borginni sem hann fæddist í, Bonn í Þýskalandi. Þar með var komið nafnið Haribo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu