Það varð uppi fótur og fit þegar aðdáendur gúmmíbangsanna frá Haribo komust að því hvaða bragð er í raun og veru af græna bangsanum.
Flestir myndu ef til vill halda að hann væri með eplabragði, lime-bragði eða jafnvel vatnsmelónubragði en það er nú öðru nær. Sannleikurinn er nefnilega sá að hann er með jarðaberjabragði.
Umræða um þetta fór á flug á Reddit og kom þetta netverjum mörgum hverjum á óvart.
„Aðdáandi í tuttugu ár og ég er fyrst núna að komast að því að græni bangsinn er með jarðaberjabragði,“ sagði einn.
„Ég ætla að hringja á lögregluna út af þessu og fá hana til að skera úr um hvort þetta sé jarðaberjabragð eða eplabragð,“ bætti annar við.
Ýmislegt annað fróðlegt kom upp úr krafsinu hjá netverjum, meðal annars hvernig nafnið á Haribo-fyrirtækinu varð til.
Hans Riegel stofnaði fyrirtækið árið 1920 og notaði hann fyrstu tvo stafina í fornafni sínu og eftirnafni. Svo bætti hann við tveimur fyrstu stöfunum í borginni sem hann fæddist í, Bonn í Þýskalandi. Þar með var komið nafnið Haribo.
this fact has haunted my brain for years pic.twitter.com/aJKBewm75u
— shehicular womanslaughter (@yanmeigoreng) March 25, 2023