Þetta kemur fram í tísti Breska varnarmálaráðuneytisins sem birtir daglegar stöðufærslur um gang stríðsins.
Vitnar ráðuneytið í tölur frá Oryx sem hefur að sögn fylgst með hversu miklu tjóni Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu í Úkraínu.
Ráðuneytið segir einnig í færslu sinni að Rússar hafi „skotið flestum stýriflaugum sínum“ án mikils ávinnings.
Eru Rússar nú sagðir leggja nótt við dag til að reyna að efla vopnaiðnað sinn.