fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Ríkið greiddi rúmlega 7 milljarða í tannlæknakostnað á síðasta ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 09:00

Barn í tannréttingum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári greiddu Sjúkratryggingar Íslands rúmlega sjö milljarða vegna kostnaðar við tannviðgerðir og tannréttingar. 450 milljónir fóru í tannréttingar og restin í tannviðgerðir.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þessi kostnaður hafi aukist nokkuð á síðustu árum.  Samkvæmt samningum við tannlækna, sem voru gerðir 2013, fá allir yngri en 18 ára gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu.

Meðalfjöldi tannviðgerða á hvert barn hefur lækkað síðan og benda gögn til að þörf á tannviðgerðum hafi verið orðin uppsöfnuð.

Þrátt fyrir að tannlækningar séu börnum að kostnaðarlausa telur Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, að um 5.000 börn skili sér ekki í reglubundið eftirlit.

Ein af ástæðunum fyrir auknum tannlæknakostnaði er fjölgun innflytjenda. Í ársbyrjun 2022 voru þeir um 16% íbúa landsins en 2012 voru þeir 8%. Mörg þúsund börn hafa bæst inn í heilbrigðiskerfið og njóta fullra réttinda. Þurfa mörg þeirra á mikilli þjónustu að halda að sögn Morgunblaðsins.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband