Eldur kviknaði í jeppabifreið á Reykjanesbraut nú á áttunda tímanum í morgun og var slökkviliðið á leið á vettvang þegar DV heyrði í varðstjóra.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna var um mikinn eld að ræða og varð bifreiðin fljótt alelda. Mikinn reyk lagði frá bifreiðinni og eru einhverjar umferðartafir á Reykjanesbraut á leið til Reykjavíkur.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem varðstjóri hafði urðu engin slys á fólki.