fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Pútín sagður vera með krabbamein – Hershöfðingjar vilja velta honum af stóli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2023 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem kemur fram í bandarískum leyniskjölum, sem var nýlega lekið á netið, er Vladímír Pútín, Rússlandsforseti með krabbamein eða var með krabbamein. Einnig kemur fram að hershöfðingjar hans hafi í hyggju að steypa honum af stóli.

Orðrómar hafa verið á kreiki um slæma heilsu Pútíns og hefur það vakið athygli að hann er skjálfhentur, andlit hans er oft á tíðum þrútið en það er hugsanlega hægt að skýra með áhrifum lyfja sem eru notuð gegn krabbameini.

Forbes og Vice segja að eitthvað sé hæft í öllum þessum orðrómum því fjallað sé um heilsufar Pútíns í fyrrgreindum leyniskjölum.

Segja miðlarnir að í leyniskjölunum komi einnig fram að Nikolai Patrushev, formaður rússneska öryggisráðsins, og Valery Gerasimov, yfirmaður hersins, hafi í hyggju að steypa Pútín af stóli. Er krabbamein Pútíns sagt hafa haft áhrif á þessar hugleiðingar þeirra.

Eru þeir sagðir ætla að nota stríðið í Úkraínu til að láta forystumenn í Kreml líta illa út í augum almennings með því að skemma fyrir innrásinni í Úkraínu. Nánar tiltekið eru þeir sagðir vilja flytja hersveitir frá Rússlandi til suðurvígstöðvanna. Þetta átti að gerast 5. mars síðastliðinn en þá átti Pútín að gangast undir lyfjameðferð og væri þar með úr leik og gæti ekki komið í veg fyrir áætlanir þeirra.

Þetta eru auðvitað ekki staðfestar upplýsingar en þetta eru bestu vísbendingarnar sem hafa komið fram um að orðrómarnir um heilsufar Pútíns geti verið réttir.

Rússneskir ráðamenn hafa vísað öllum sögusögnum um slæmt heilsufar Pútíns á bug og segja að ekkert ami að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“