Aðalstjórn íþróttafélagsins HK ætlar ekki að tjá sig opinberlega um mál Stefáns Arnars Gunnarssonar, fyrrum þjálfara hjá félaginu. Stefán Arnar fannst látinn 2. apríl eftir að hafa verið saknað í tæpan mánuð.
„HK hyggst ekki tjá sig opinberlega um þann harmleik sem fjölmiðlar fjalla um þessa dagana varðandi andlát fyrrum þjálfara félagsins, Stefáns Arnars. Aðalstjórn félagsins vottar aðstandendum dýpstu samúð vegna missis þeirra,“ segir í tilkynningu HK en undir hana skrifar formaður aðalstjórnarinnar, Pétur Örn Magnússon.
Stefán Arnar var þjálfari hjá félaginu. Í færslu sem bróðir hans, Samúel Ívar Árnason, skrifaði um helgina kom var að Stefáni Arnari var sagt upp störfum í janúar. Samúe Ívar gagnrýndi vinnubrögð íþróttafélagsins í færslu sinni, en henni hefur verið deilt á samfélagsmiðlum auk þess sem allir fréttamiðlar skrifuðu um hana frétt.
Sjá einnig: Samúel segir aðför að mannorði Arnar bróður síns hafa ýtt honum fram af brúninni
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.