Segir lögreglan að hún telji nú að glæpsamlegt athæfi liggi að baki hvarfi Filippa. Haft er eftir Kim Liver, yfirlögregluþjóni, í tilkynningunni að lögreglan takið málið mjög alvarlega og hafi miklar áhyggjur af Filippa og vinni nú út frá þeirri kenningu að glæpur hafi átt sér stað.
Lögreglan hafði ekki viljað segja áður hvort hún teldi að eitthvað glæpsamlegt hefði átt sér stað í tengslum við hvarf hennar. En það liggur nú ljóst fyrir eftir rannsókn hennar.
Lögreglan leitaði að Filippa með 20 hundum í alla nótt og hafa henni borist um 600 tilkynningar frá almenning varðandi málið.
Í morgun girti lögreglan hús, sem er nærri staðnum sem munir Filippa fundust á, af og hafa sérfræðingar hennar verið að störfum þar síðan. Er þar um að ræða tæknideildarmenn sem eru íklæddir hlífðarfatnaði.
Nú er búið að stækka hið lokaða svæði og enn fleiri lögreglumenn eru komnir á vettvang. Einnig er búið að loka skógi, sem er aftan við húsið, af og er fjöldi lögreglumanna að störfum í honum.
Lögreglan birti rétt áðan nýja mynd af Filippa sem var tekin í gær.