fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi skotið sjálfa sig í fótinn – Getur aukið spennuna á Norðurlöndum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 04:15

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt sjálfsmark. Fáránlegt. Heimskulegt og glæpsamlegt. Þetta er meðal þess sem sérfræðingar hafa sagt um innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er annað að sjá en hún sé söguleg mistök því nú hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, tekist að valda því sem hann barðist gegn – Að NATO stækki til austurs og færist nær Rússlandi.

Nú eru það ekki bara Noregur, Eistland og Lettland sem eiga landamæri að Rússlandi sem NATO-ríki. Nýlega bættust 1.340 km við landamæri NATO og Rússlands þegar Finnar gengu í varnarbandalagið.

„Það hljóta einhverjir að vera með slæma timburmenn í Moskvu“, sagði Erik Kulavig, lektor emiritus við Syddansk Universitet í Danmörku, í samtali við TV2 um þessa þróun mála.

Poul Villaume, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum NATO og kalda stríðinu og prófessor emiritus við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að með hlutleysi sínu fram að þessu hafi Finnar lagt sitt af mörkum til ákveðins stöðugleika á Norðurlöndum. Nú breytist það mikið að hans sögn.

Nú séu flest ríkin við Eystrasalt meðlimir í NATO. Lítil spenna hafi verið á Norðurlöndunum á dögum kalda stríðsins en nú sé Eystrasalt orðið áhrifasvæði NATO og það hugnist Rússum lítt því aðalflotastöð austurflota þeirra eru í St Pétursborg.

„Eftir „sjálfsmark“ Rússa í Úkraínu og nýjustu viðbótina við NATO er hin afgerandi spurning: Hvernig verður NATO-aðild Finna og Svía? Sú sviðsmynd sem ég hef mestar áhyggjur af er að í Finnlandi og Svíþjóð verði komið upp herstöðvum með bandarískum hermönnum, kjarnorkuvopnum og flugskeytum. Á erfiðum tímum getur það leitt til mjög hættulegrar stöðu fyrir Norðurlöndin,“ sagði hann.

Hann sagði að óháð því hvort þetta gangi eftir, þá sé enginn vafi á að á næstu árum verði aukin hernaðarleg spenna á Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför