fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Lúxusbílar, glæsihýsi, skartgripir og glæponar með áratugareynslu í glæpasamtökum Svedda tannar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, var í gær handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu, en hann er grunaður um að vera einn af höfuðpaurunum í stórum glæpasamtökum sem leggja stund á fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Gæti Sveddi átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi.

Sveddi var hins vegar dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu árið 2012 en ekki er á hreinu hvers vegna hann gekk laus. Aðgerðin var unnin í samstarfi við Ítalíu í gegnum Interpol og við Ísland í gegnum Europol og voru fulltrúar frá íslensku lögreglunni viðstaddir aðgerðir í gær. Aðgerðin gengur undir nafninu „Match point“.

Sveddi tönn í járnum í brasilískum fréttatíma

Greina brasilískir fjölmiðlar frá því að Sverrir Þór hafi verið handtekinn af alríkislögreglunni í húsi á byggingarstigi í São Conrado í suðurhluta Rio de Janeiro. Samkvæmt „Match point“ aðgerðinni var Sverrir Þór aðalskotmark aðgerðanna í gær og er talinn vera einn af höfuðpaurum glæpasamtakanna.

Glæsibifreiðar sem lagt var hald á

Lögreglufulltrúinn Nelson Luiz Napp sagði í samtali við miðilinn Band að upplýsingar sem fengust úr flugskýli á flugvelli á Porto Belo hafi komið lögreglu á sporið og í kjölfarið hafi rannsókn leitt í ljós umfangsmikla skipulagða glæpastarfsemi sem fólst einkum í peningaþvætti sem var stundað með kaupum á eignum sem og byggingarframkvæmdum.

„Aðgerðin byggðist einnig á alþjóðlegri samvinnu við Ítalíu í gegnum Interpol, við Ísland í gegnum skrifstofur Europol, sagði lögreglufulltrúinn Aletea Vega Marona Kunde sem greindi frá því að fulltrúar frá íslensku lögreglunni hafi verið viðstaddir aðgerðina.

„Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg því þau selja allskonar fíkniefni, bæði í litlu og miklu magni. Þau flytja líka eiturlyf bæði inn og út úr landi, hass, kannabis, kókaín. Þau flytja á sjó með seglskipum sem koma frá Evrópu sem ferja hassið til stranda Afríku og og fara frá landi frá norðausturhluta Brasilíu. Þetta er gífurlega umfangsmikil starfsemi,“ sagði Nelson Luiz.

Seðlar og skartgripir sem hald var lagt á

Nelson Luiz greindi einnig frá því að samtökin notist við burðardýr til að flytja minna magn fíkniefna, á borð við 3 kíló af kókaíni, til Evrópu en eins séu stærri sendingar ferjaðar með flugvélum eða skipum til Evrópu og svo einnig til Úrúgvæ.

Eign sem lagt var hald á í málinu

Nelson Luiz sagði að flestir þeir sem handteknir voru í aðgerðunum í gær hafi áður komist í kast við lögin.

„Allir höfðu þeir áratuga reynslu af slíkri starfsemi og margir þeirra voru með fölsuð persónuskilríki“

Samtökin hafi skipst í tvær deildir og er Sverrir Þór talinn hafa stýrt annarri þeirra og er ítalskur karlmaður grunaður um að hafa verið yfir hinni.

Hafi vopn og skotfæri fundist í húsinu þar sem Sverrir Þór var handtekinn.

Eins greina brasilískir miðlar frá því að þeir glæpamenn sem hafa verið handteknir hafi haft í sínum fórum lúxusbifreiðar, seglbáta, glæsihýsi, skartgripi og mikið reiðufé.

Í neðangreindu myndbandi má sjá Svedda tönn leiddan burt í járnum af lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör