fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Í gæsluvarðhald eftir svæsna árás í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 14:14

Mynd: Stefán Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni og verður hann í gæsluvarðhaldi til 24. apríl. Maðurinn er grunaður um svæsna árás sem átti sér stað skömmu eftir miðnætti fyrir örfáum dögum, þann 10. apríl síðastliðinn, í Reykjanesbæ.

Er maðurinn grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í höndina eftir að hafa hótað félaga mannsins. Einnig er hann sagður hafa haft hafnaboltakylfu meðferðis.

Maðurinn er erlendur og er í ólöglegri dvöl í landinu. Hefur hann komið sér undan brottflutningi frá landinu. Um þetta segir í úrskurði héraðsdóms:

„Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að varnaraðili sé í ólöglegri dvöl hér á landi en honum hafi verið birt ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun 4. janúar 2023. Varnaraðili hafi hins vegar ekki orðið við því að yfirgefa landið eins og honum beri að gera. Hann hafi þess í stað sótt um dvalarleyfi sem aðstandandi Íslendings í janúar 2023 en þeirri umsókn verið vísað frá. Í framhaldi af birtingu ákvörðunar um brottvísun hafi varnaraðila verið gert að sæta tilkynningaskyldu þrisvar í viku, sbr. 114. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Varnaraðili hafi hins vegar ekki sinnt tilkynningaskyldu dagana 13., 16. og 20. janúar 2023, 8., 15. og 22. febrúar 2023 og 1., 8. og 29. mars 2023. Þá hafi Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ítrekað reynt að ná tali af varnaraðila í því skyni að undirbúa framkvæmd flutnings hans til […] en ekki náð sambandi þrátt fyrir margar tilraunir.“

Einnig kemur fram að maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu allt frá árinu 2020 og á nokkur ólokin mál í refsivörslukerfinu, einkum vegna brota á lögum um útlendinga, sem og vegna fíkniefnalagabrota og peningaþvættis.

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Í gær

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Í gær

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“