fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Leigjandi frá helvíti dæmdur fyrir stórfelld skemmdarverk á íbúð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður um fertugt var þann 3. apríl sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir ýmis afbrot, meðal annars skrautleg skemmdarverk á íbúð sem hann leigði. Það brot átti sér stað í febrúar árið 2021. Skemmdi hann parket, anddyrishurð, sólbekk, veggi og loft í stofu, auk baðherbergishurðar í íbúð sem hann leigði í Reykjavík.

Nokkrum dögum síðar gerðist maðurinn sekur um að ryðjast inn íbúð, vopnaður óþekktu verkfæri, og skipaði íbúa að afhenda sér peninga. Hann hvarf síðan á braut með veski íbúans sem innihélt persónuskilríki, greiðslukort og eitthvert reiðufé, sem og Nokia-farsíma.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot.

Árás á bráðadeildinni

Maðurinn á langan brotaferil að baki og í fyrra var hann dæmdur fyrir árás á lögreglumann sem átti sér stað á bráðadeildinni í Fossvogi, sem og fyrir bíræfið innbrot í Mosfellsbæ.

Sjá einnig: Ákærður fyrir líkamsárás á bráðamóttökunni og afar bíræfið innbrot í Mosfellsbæ

Öll þessi brot voru framin fyrir um tveimur til þremur árum. Fram kemur í dómnum sem féll þann 3. apríl að maðurinn hafi játað brot skýlaust fyrir dómi. Viðurkenndi hann einnig bótaskyldu. Leiddi þetta til þess að hann var dæmdur í skilorðsbundið 12 mánaða fangelsi en þarf ekki að sitja inni vegna þessara brota.

Hins vegar situr hann uppi með mikinn kostnað. Þarf hann að greiða tæplega 2,8 milljónir í skaðabætur vegna skemmdarverkanna á íbúðinni og 400 þúsund krónur í miskabætur vegna húsbrotsins og þjófnaðarins á veskinu.

Einnig þarf hann að greiða 830 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, ellegar sitja í fangelsi í 36 daga. Ennfremur þarf hann að greiða allan málskostnað, samtals tæplega 1,2 milljónir króna.

Maðurinn þarf því að greiða samtals hátt í sex milljónir vegna málsins og miðað við feril hans er erfitt að sjá hvernig hann getur verið borgunarmaður fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar