Kona sem var á ferð með fjölskyldu sinni til að skoða Helgufoss í Mosfellsdal sendi DV meðfylgjandi myndir sem sýna að mikið bíltengt drasl hefur verið losað úti í guðsgrænni náttúrunni skammt frá Helgufoss í Mosfellsdal. Ruslið má finna ekki langt frá Þingvallavelgi og það liggur alveg meðfram veginum sem liggur að Helgufossi og er það í um 100 m fjarlægð frá bílaplaninu við Helgufoss.
Þarna gefur að líta hjólbarða, slöngur, brotajárn, bílsæti og fleira miður geðslegt. „Mér var mjög brugðið við þetta og ég hef aldrei séð viðlíka á ferðum mínum um Ísland í ellefu ár,“ segir konan, sem er erlend en hefur búið lengi á Íslandi. „Mér finnnst mjög dapurlegt að sjá þetta,“ segir hún.