Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Segir ráðuneytið að áætlun Rússar um að veikja úkraínska raforkukerfið síðasta vetur hafi mjög líklega misheppnast.
Segir ráðuneytið að Rússar hafi skotið fjölda flugskeyta á úkraínska raforkuinnviði en nú hafi umfangsmiklum árásum fækkað og umfangslitlar árásir skili ekki svo miklum árangri.
„Rússar hafa gert árásir með langdrægum flugskeytum síðan í október 2022 en frá því í byrjun mars 2023 hafa umfangsmiklar árásir verið sjaldgæfar. Umfangsminni árásir, með færri en 25 flugskeytum, halda áfram en hafa líklega mun minni áhrif á úkraínska orkukerfið,“ segir í mati ráðuneytisins.
Á sama tíma og Rússar draga úr þessum árásum finna úkraínsku orkufyrirtækin nýjar leiðir til að gera við það sem hefur skemmst og skipta því út.
Nú er vorið að bresta á og segja Bretarnir að hlýnandi veður muni bæta stöðu orkumála í Úkraínu mjög til hins betra.