fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segja að Rússum hafi mistekist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 04:11

Frá vígvellinum í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir Rússa til að eyðileggja úkraínska raforkukerfið hafa mistekist. Rússar reyndu mikið í vetur til að eyðileggja kerfið enda veturnir kaldir og erfiðir í Úkraínu og erfitt að vera án rafmagns. Markvissar flugskeytaárásir voru gerðar á úkraínska innviði en þessar árásir skiluðu ekki þeim árangri sem Rússa stefndu að.

Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Segir ráðuneytið að áætlun Rússar um að veikja úkraínska raforkukerfið síðasta vetur hafi mjög líklega misheppnast.

Segir ráðuneytið að Rússar hafi skotið fjölda flugskeyta á úkraínska raforkuinnviði en nú hafi umfangsmiklum árásum fækkað og umfangslitlar árásir skili ekki svo miklum árangri.

„Rússar hafa gert árásir með langdrægum flugskeytum síðan í október 2022 en frá því í byrjun mars 2023 hafa umfangsmiklar árásir verið sjaldgæfar. Umfangsminni árásir, með færri en 25 flugskeytum, halda áfram en hafa líklega mun minni áhrif á úkraínska orkukerfið,“ segir í mati ráðuneytisins.

Á sama tíma og Rússar draga úr þessum árásum finna úkraínsku orkufyrirtækin nýjar leiðir til að gera við það sem hefur skemmst og skipta því út.

Nú er vorið að bresta á og segja Bretarnir að hlýnandi veður muni bæta stöðu orkumála í Úkraínu mjög til hins betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“