Dagbladet skýrir frá þessu og vísar í tilkynningu á heimasíðu rússnesku ríkisstjórnarinnar. Þar kemur ekki fram af hverju hann var rekinn.
Grechushkin hefur gegnt fjölda mikilvægra embætta í Rússlandi. Nú síðast bar hann ábyrgð á birgðaflutningum og skipulagningu neyðarviðbragða.
En nú verður hann að leita sér að annarri vinnu.