fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Leyniskjöl varpa ljósi á erfiða stöðu úkraínskra loftvarnasveita

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 09:00

Rússnesk herflugvél sem var skotin niður í upphafi stríðsins í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir að styrkja loftvarnir sínar ef þeir eiga að geta hrundið árásum rússneskra orustuþota.

The New York Times skýrir frá þessu og byggir þetta á upplýsingum frá ónafngreindum bandarískum heimildarmönnum og leyniskjölum sem var lekið á netið nýlega.

Í upphafi stríðsins gerðu rússneskar orustuþotur harðar árásir á skotmörk í Úkraínu og fóru þær mörg hundruð árásarferðir. En skjót viðbrögð Úkraínumanna og takmörkuð færni rússnesku flugmannanna kom í veg fyrir að úkraínski herinn væri nánast gerður að engu.

The New York Times segir að nú séu uppi áhyggjur af að árásir Rússa með langdrægum flugskeytum séu að ganga nærri birgðum Úkraínumanna af flugskeytum sem þeir nota við loftvarnir.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrrgreindum leyniskjölum, sem var lekið frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, þá stefnir í að Úkraínumenn verði búnir með flugskeytin fyrir S-300 og Buk flugskeytavarnarkerfin sín í byrjun maí og hugsanlega nú um miðjan apríl ef svartsýnustu spár ganga eftir.

Leyniskjölin eru dagsett 28. febrúar og byggjast upplýsingarnar í þeim á notkun Úkraínumanna á flugskeytum á þeim tíma.

Í skjölunum kemur fram að sá hluti úkraínskra loftvarna, sem ber ábyrgð á að verja hermenn í fremstu víglínu, geti verið kominn í algjört þrot 23. maí. Heimildarmenn The New York Times segja að ef þetta gangi eftir geti Rússar aftur talið öruggt að senda orustuþotur og sprengjuflugvélar lengra inn í Úkraínu.

Bandaríska ríkisstjórnin tilkynnti nýlega að hún muni senda fleiri loftvarnarkerfi og skotfæri til Úkraínu og er þetta hluti af vopnapakka upp á 2,6 milljarða dollara sem Úkraínumenn fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar