fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Kokkur Pútíns varar við – „Þeir hafa safnað saman 200.000 hermönnum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 04:15

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir hafa safnað saman um 200.000 hermönnum, sumar heimildir segja allt að 400.000. Það má ekki vanmeta þetta.“

Þetta sagði Yevgeny Prigozhin, leiðtogi rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner, um helgina.

Hermennirnir sem hann hefur áhyggjur af eru úkraínskir og eru þeir hluti af þeim úkraínsku hersveitum sem munu væntanlega hefja sókn gegn rússneska hernum á næstu vikum.

Rússneski miðillinn Gazeta segir að Prigozhin hafi látið þessi ummæli falla á fundi með Cyper Front Z hópnum en hann skilgreinir sig sem upplýsingaher Rússlands.

Prigozhin, sem er einnig þekktur sem „Kokkur Pútíns“ ræddi einnig um harða bardaga við lestarstöðina í Artemovsk Bakhmut. Hann viðurkenndi einnig að hann hafi áður vanmetið úkraínska herinn og varnarmátt hans. Af þeim sökum hafi hann verið sannfærður um að rússneski herinn myndi ná Kyiv á sitt vald á „innan við þremur dögum“. Skilja má orð hans sem svo að hann trúi ekki lengur á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar