Þetta sagði Yevgeny Prigozhin, leiðtogi rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner, um helgina.
Hermennirnir sem hann hefur áhyggjur af eru úkraínskir og eru þeir hluti af þeim úkraínsku hersveitum sem munu væntanlega hefja sókn gegn rússneska hernum á næstu vikum.
Rússneski miðillinn Gazeta segir að Prigozhin hafi látið þessi ummæli falla á fundi með Cyper Front Z hópnum en hann skilgreinir sig sem upplýsingaher Rússlands.
Prigozhin, sem er einnig þekktur sem „Kokkur Pútíns“ ræddi einnig um harða bardaga við lestarstöðina í Artemovsk Bakhmut. Hann viðurkenndi einnig að hann hafi áður vanmetið úkraínska herinn og varnarmátt hans. Af þeim sökum hafi hann verið sannfærður um að rússneski herinn myndi ná Kyiv á sitt vald á „innan við þremur dögum“. Skilja má orð hans sem svo að hann trúi ekki lengur á það.