fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kennari Ásgeirs sagði að stýrivaxtahækkanir virkuðu alls staðar nema á Íslandi og ástæðurnar væru þessar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 10:00

„Nú þurfum við að sjá húsnæðisverð lækka, því þar liggur hundurinn grafinn,“ segir Ásgeir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var við nám í Svíþjóð sagði hag­fræðipró­fess­or­inn okk­ur að í verðbólgu hefðu seðlabank­arn­ir verk­færi til að stöðva hana. Þeir hækkuðu stýri­vext­ina og þá yrði dýr­ara að taka lán og það hægði á þenslu í efna­hags­líf­inu.“

Svona hefst grein sem rithöfundurinn og leikstjórinn Ásgeir Hvítaskáld skrifar í Morgunblaðið í dag.

Þar skrifar hann um stöðuna í efnahagsmálum hér á landi og beinir þeim skilaboðum til nafna síns, Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákveður að hækka stýrivexti enn eina ferðina. Rifjar hann upp ummæli umrædds hagfræðiprófessors sem sagði það virka alls staðar í heiminum, nema á Íslandi, að hækka stýrivexti til að ná tökum á verðbólgu.

Ástæðurnar væru meðal annars þessar:

„Senni­lega af því að Ísland væri lítið banana­lýðveldi með ein­hæfu hag­kerfi og all­ir væru frænd­ur.“

Ásgeir bendir á að á þess­um tíma hafi óðaverðbólga verið á Íslandi. „Og við ís­lensku náms­menn­irn­ir sáum að þetta passaði ná­kvæm­lega eins og pró­fess­or­inn sagði; vaxta­hækk­an­ir Seðlabank­ans virkuðu slétt ekk­ert á verðbólg­una. Fólk sem hafði misst hús­næði sitt á Íslandi út af verðtryggðum lán­um kom til Svíþjóðar til að flýja skulda­bagg­ann.“

Ásgeir rifjar upp að Seðlabankinn hafi nú hækkað stýrivextina tólf sinnum og það hafi lítið sem ekkert bitið á verðbólguna sem er 9,8%.

„En stýri­vext­irn­ir stjórna út­lánsvöxt­um bank­anna því þeir þurfa að end­ur­fjármagna sig gegn­um Seðlabank­ann. Spurn­ing­in er hvort hag­fræðipró­fess­or­inn hafi enn þá rétt fyr­ir sér,“ segir Ásgeir.

Hann veltir fyrir sér hvað það er sem veldur þessari verðbólgu í dag.

„Sagt er að vegna heims­far­ald­urs­ins hafi er­lend fram­leiðsla farið úr skorðum og flutn­ing­ar á milli landa orðið fyr­ir seink­un­um, sem hafi hækkað vöru­verð. Stríðið í Úkraínu hafi svo snar­hækkað orku­verðið. Þetta veld­ur verðbólg­unni er­lend­is. En á Íslandi erum við með okk­ar eig­in orku og inn­lend­ar vör­ur hafa ekki hækkað að ráði og ekki op­in­ber þjón­usta og ekki al­menn­ur inn­flutn­ing­ur. Við flytj­um ekki inn eldsneyti til hús­hit­un­ar og orku­fram­leiðslu, sem er gíf­ur­leg­ur sparnaður fyr­ir okk­ur.“

Telur Ásgeir að aðalverðbólguvaldurinn á Íslandi sé húsnæðisverð sem hefur hækkað gífurlega á síðustu árum. Þannig komi þriðjungur af hækkun vísitölunnar af verðhækkunum á húsnæði.

„Fasteignaverð verður því að lækka sem fyrst. Ætli það sé ekki það sem okk­ar ágæti seðlabanka­stjóri er að reyna. En þessi stýri­vaxta­hækk­un er ekk­ert venju­leg miðað við önn­ur lönd. Reynd­ar eru all­ir seðlabank­ar í heim­in­um að hækka stýri­vexti um þess­ar mund­ir, en ekk­ert í lík­ingu við það sem hef­ur verið gert á Íslandi. Evr­ópski seðlabank­inn hækkaði stýris­vext­ina í 3%, stýrivextir í Banda­ríkj­un­um eru 4,75%, Nor­eg­ur er með 3%, Sviss 1,5%, Bret­land er með 4,25% og þar er talað um lífskjarakrísu.“

Ásgeir segir að við þessar stýrivaxtahækkanir hafi greiðslubyrði íbúðalána hækkað verulega hér á Íslandi og það bitni á almenningi, enda afborganir á íbúðalánum stærsti útgjaldaliður heimilanna.

„Þetta bitn­ar mjög á ungu fólki sem lang­ar að kaupa í fyrsta sinn því lánsvext­ir eru komn­ir upp úr öllu valdi. Á tveim­ur árum hafa af­borg­an­ir af óverðtryggðu hús­næðisláni tvö­fald­ast. Þetta er nokkuð hart og í raun svaka­legt. Þetta verður þjóðinni dýrt.“

Ásgeir endar grein sína á þeim orðum að verðbólga sé eins og vírus sem nánast útilokað er að stöðva.

„Nú þurf­um við að sjá hús­næðis­verð lækka, því þar ligg­ur hund­ur­inn graf­inn. En tím­inn er naum­ur því það er dýrt fyr­ir þjóðina að lifa bæði við háa verðbólgu og háa stýri­vexti. Ef ástandið var­ir lengi gæti þetta sprengt hag­kerfið, sett al­menn­ing á haus­inn, sett banka í gjaldþrot og gang­sett nýja kreppu.

Því vil ég biðja nafna minn í seðlabank­an­um að grunda vel og íhuga, áður en hann fer að hækka stýris­vext­ina einu sinni enn. Því fyrst þurf­um við að sjá þetta virka, áður en lengra er haldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú