fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Bresk stjórnvöld benda á þetta til að styðja aldursgreiningu á hælisleitendum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 06:45

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Lawangeen Abdulrahimzai er eitt þeirra mála sem breska ríkisstjórnin heldur á lofti til að útskýra herta stefnu sína í málum ólöglegra innflytjenda og hælisleitenda.

Þegar Abdulrahimzai kom til Bretlands árið 2019 og sótti um hæli hélt hann því fram að hann væri 14 ára. Hann var því meðhöndlaður sem barn og var komið fyrir hjá fósturfjölskyldu.

En hann laug til um aldur sinn. Hann var 18 ára. Í mars 2022 myrti hann Tom Roberts, 21 árs hermann, eftir rifrildi um rafskútu í Bournemouth. Í janúar var hann dæmdur í að minnsta kosti 29 ára fangelsi.

Innanríkisráðuneytið heldur því ekki fram að allir hælisleitendur, sem ljúga til um aldur sinn, séu glæpamenn. En samantekt frá ráðuneytinu sýnir að í helmingi 7.900 mála frá 2016 til 2022, þar sem deilt var um aldur hælisleitenda, var um fullorðna að ræða.

Nú er hvatinn til að ljúga til um aldur sinn orðinn jafnvel enn meiri en áður því þeir sem eru 18 ára og eldri, og koma einir til Bretlands, eiga á hættu að vera verða sendir til Rúanda. Þetta er liður í aðgerðum Breta til að reyna að fæla fólk frá að leggja í lífshættulega för yfir Ermarsund.

The Times segir að nú ætli ráðuneytið að beita vísindalegum aðferðum til að koma upp um þá sem ljúga til um aldur sinn, meðal annars til að koma í veg fyrir að fullorðnir séu látnir stunda nám í barnaskólum eða sé komið fyrir hjá fósturfjölskyldum.

Í vafatilfellum verða hælisleitendur því sendir í skanna, MR-skanna. Myndir verða teknar af hnjám og viðbeini og röntgenmyndir verða teknar af endajöxlum, úlnliðum og höndum til að leggja mat á raunverulegan aldur hælisleitenda.

Hælisleitendur eru í langflestum tilvikum ekki með skilríki meðferðis þegar þeir koma til Bretlands og því getur verið erfitt að sannreyna aldur þeirra. The Times skýrir meðal annars frá máli manns, sem kom yfir Ermarsund, og sagðist vera 16 ára. Yfirvöld töldu hann vera 21 árs. Ítarleg læknisfræðileg rannsókn leiddi í ljós að hann var 26 ára og í ljós kom að hann hafði búið í öðru Evrópuríki í fimm ár áður en hann kom til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“