fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Edda náði markmiðinu á þremur dögum – 84 hafa styrkt söfnun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 10:03

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun fyrir Eddu Falak á Karolina Fund hefur náð markmiði sínu og það á aðeins þremur dögum. Söfnun var sett af stað á Karolina Fund föstudaginn 7. apríl og stóð til að safna 1,5 milljón til að standa straum af kostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar, en Edda hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hún var dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. 

Umrætt mál snerist um hljóðbrot sem spiluð voru í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur en þar mátti heyra í móður láta ógeðfelld orð falla í garð dóttur sinnar sem var viðmælandi Eddu í þættinum.

Hljóðbrotin voru tekin upp án vitundar móðurinnar sem höfðaði mál fyrir héraðsdómi og krafðist 5 milljóna króna í miskabætur. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að birting þeirra hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og dæmdi Eddu til að greiða miskabætur upp á 400 þúsund krónur auk málskostnaðar.

Sjá einnig: Edda Falak áfrýjar dómi til Landsréttar – Hefur safnað um 1,2 milljónum fyrir málskostnaði

Hefur safnað rúmri 1,5 milljón

Í texta um söfnunina stendur: „Mikilvægt er að við náum að safna að lágmarki 2.500.000 kr. til að greiða málskostnað og miskabætur vegna dómsins sem féll móðurinni í vil og lögfræðikostnað til lögfræðinga Eddu til að hægt sé að áfrýja dómnum til Landsréttar.“

Aðeins var þó óskað eftir 1,5 milljón, og hún náðist og rúmlega það á sunnudagsmorgun. 84 einstaklingar hafa styrkt Eddu um rúmlega 1,5 milljón eða 1.518.420 kr.sem er 101% af heildarupphæðinni sem stefnt var að.

Ákvörðunin um áfrýjunina kom fram í aðsendri grein á Vísi eftir Sahöru Rós Ívarsdóttur sem unnin var í samráði við Eddu og dótturina. Þar jemur fram að málið megi ekki gleymast í þeirri „hatursorðræðu“  sem sé í gangi gegn Eddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“