fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Edda Falak áfrýjar dómi til Landsréttar – Hefur safnað um 1,2 milljónum fyrir málskostnaði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. apríl 2023 07:16

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. til Landsréttar. Umrætt mál snerist um hljóðbrot sem spiluð voru í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur en þar mátti heyra í móður láta ógeðfelld orð falla í garð dóttur sinnar sem var viðmælandi Eddu í þættinum.

Hljóðbrotin voru tekin upp án vitundar móðurinnar sem höfðaði mál fyrir héraðsdómi og krafðist 5 milljóna króna í miskabætur. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að birting þeirra hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og dæmdi Eddu til að greiða miskabætur upp á 400 þúsund krónur auk málskostnaðar.

Hefur safnað um 1,2 milljónum

Ti þess að geta staðið undir kostnaði við að áfrýja málinu til Landsréttar hefur verið sett af stað söfnun á Karolina Fund. Viðtökurnar hafa verið afar góðar en þegar þessi orð eru rituð hafa 33 einstaklingar hlaupið undir bagga með Eddu og styrkt hana um tæplega 1,2 milljónir króna sem er um 78% af heildarupphæðinni sem stefnt er að safna.

Ákvörðunin um áfrýjunina kom fram í aðsendri grein á Vísi eftir Sahöru Rós Ívarsdóttur sem unnin var í samráði við Eddu og dótturina. Þar jemur fram að málið megi ekki gleymast í þeirri „hatursorðræðu“  sem sé í gangi gegn fjölmiðlakonunni. Þar segir:

Því miður virðist réttarkerfið sammála móðurinni í því að réttur hennar til friðhelgi einkalífs vegi þyngra en réttur þolandans til að sanna ofbeldið sem hann upplifði. Er réttarkerfið í alvörunni tilbúið að gefa afslátt á ofbeldi og hjálpa gerendum að fela það svo lengi sem það á sér stað undir fjögur augu, innan veggja heimilisins? Hvað um rétt okkar allra til að búa við öryggi á eigin heimilum? Vissulega eru lög og reglur sem okkur ber að fylgja, við viljum öll að friðhelgi okkar og persónuréttur sé virtur, en það er svo sannarlega sorgardagur í baráttu okkar allra gegn ofbeldi þegar friðhelgi gerenda er höfð í hávegum á kostnað þolenda.

Að mati greinarhöfundar ætti réttarkerfið að endurskoða hvar línan liggur og þegar ofbeldi og persónuréttur skarast þá ætti lína að vera eftirfarandi:

Ofbeldi er ekki einkamál. Þú átt ekki rétt á að beita ofbeldi í hljóði, í leyni, á bak við luktar dyr. Réttur einstaklings til friðhelgi einkalífs lýkur um leið og ljóst er að hann hefur beitt ofbeldi og er á sama tíma ekki tilbúinn að taka ábyrgð og bæta ráð sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill