fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sigurvin segir fermingarbarni hafa verið stolið: Þurfti að skrá sig úr Fríkirkjunni til að mega fermast í þjóðkirkjunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 09:00

Sigurvin Lárus vekur athygli á málinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, segir að fermingarbarni sem fermdist í Grafarvogskirkju í ár, stærsta söfnuðu þjóðkirkjunnar, hafi verið gert að skrá sig úr Fríkirkjunni og í þjóðkirkjuna til að mega fermast þar.

„Til að virða val ung­menn­is­ins skráðu for­eldr­ar þess barnið nauðbeygt í þjóðkirkj­una og leiðréttu síðan trú­fé­lags­skrán­ing­una dag­inn eft­ir í sam­ráði við ung­mennið,“ segir Sigurvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag sem ber yfirskriftina: Fermingarbörnum stolið.

Vítt til veggja og hátt til lofts?

Í grein sinni bendir Sigurvin á að fermingin sé dýrmætur áfangi í lífi ungmenna, áfangastaður á leið til fullorðinsára þar sem ungmenni eru hvött til að taka sína andlegu vegferð í eig­in hend­ur og velja hvort, hvar og hvernig þau vilja ferm­ast.

„Það dýr­mæt­asta sem full­orðið fólk get­ur miðlað ung­menn­um sín­um á ferm­ing­ar­dag­inn er víðsýni og samstaða með þeirri ákvörðun sem ung­mennið tek­ur,“ segir hann.

Hann segir að þau ár sem hann starfaði í þjóðkirkj­unni, sem æsku­lýðsprest­ur og prest­ur, hafi mörg ung­menni leitað í starfið sem ekki til­heyrðu þjóðkirkj­unni.

„Í barna- og ung­linga­starfi voru börn sem til­heyrðu öðrum kirkj­um eða trú­ar­brögðum, jafn­vel mús­lím­ar og búdd­ist­ar, og á þeim árum var ekki gerð krafa um trú­fé­lagsaðild til að vera með. Það er enda eðli þjóðkirkju að þar sé vítt til veggja og hátt til lofts,“ segir hann.

Hafa getað treyst á gagnkvæma virðingu

Sigurvin segir mörg frí­kirkju­ung­menni velja að ferm­ast í sinni sókn­ar­kirkju, með sama hætti og ung­menni sem til­heyra þjóðkirkj­unni eða standa utan trú­fé­laga velja að ferm­ast í Frí­kirkj­unni.

„Fram til þessa hafa frí­kirkj­urn­ar getað treyst því að gagn­kvæm virðing ríki í garð trú­fé­lagsaðild­ar, með þeirri und­an­tekn­ingu að prest­ar Digra­nes­kirkju neituðu að ferma frí­kirkju­ung­menni árið 2007 er varð að blaðamáli,“ segir hann.

Hann segir að nú virðist hafa orðið stefnu­breyt­ing í þjóðkirkj­unni vegna umrædds barns sem var gert að skrá sig úr Fríkirkjunni til að mega fermast í Grafarvogskirkju.

„Ástæðan var sögð fjár­hags­leg, að ung­mennið mætti ekki njóta þjón­ustu Grafar­vogs­kirkju án þess að vera skráð í trú­fé­lagið, en eng­in krafa var gerð um að for­eldr­arn­ir skiptu um trú­fé­lag,“ segir Sigurvin sem segir að þessi breyting sé dapurleg í þrenns konar ljósi.

Stenst enga skoðun

Í fyrsta lagi segir hann að verið sé að rugla sam­an trú­fé­lags­skrán­ingu og ferm­ingu sem eru eðlisólík fyr­ir­bæri.

„Ef prest­ar Grafar­vogs­kirkju líta svo á að ferm­ing­in sé viður­kenn­ing á trú­fé­lagsaðild er það þröng sýn á ferm­ing­una. Ef kraf­an er trú­fræðileg má benda á að játn­ing­ar­lega er eng­inn mun­ur á Frí­kirkj­unni og þjóðkirkj­unni, þótt áhersl­ur og stjórn­skipu­lag séu annað. Ung­menni eiga ekki að vera sett í þá stöðu að velja á milli þess að fylgja fé­laga­hópn­um og fjöl­skyldu sinni í trú­fé­lagsaðild.“

Í öðru lagi segir hann það virðing­ar­leysi í garð þeirra sem til­heyra ann­arri kirkju­deild eða jafn­vel trú­ar­brögðum að skikka ung­menni til að skrá sig úr sínu trú­fé­lagi og í þjóðkirkj­una til að njóta þjón­ustu þess.

„Þjóðkirkj­an get­ur ekki sam­tím­is sagst virða trúfrelsi og fjöl­menn­ingu og gert þá kröfu að öll þau sem þiggja þjón­ustu séu meðlim­ir í trú­fé­lag­inu,“ segir hann.

Hann segir svo í þriðja lagi að hin fjárhagslegu rök standist enga skoðun.

„Þjóðkirkj­an hef­ur það fjár­hags­lega for­skot á Frí­kirkj­una að laun þjóðkirkjupresta eru greidd sam­kvæmt samn­ingi við rík­is­sjóð á meðan Frí­kirkj­an greiðir laun sinna presta ein­göngu af trú­fé­lags­gjöld­um meðlima sinna. Þrátt fyr­ir það rukk­ar Grafar­vogs­kirkja 21.194 krón­ur fyr­ir ferm­ing­ar­fræðslu en ferm­ing­ar­fræðsla Frí­kirkj­unn­ar er öll­um að kostnaðarlausu. Þá fylgja eng­in trú­fé­lags­gjöld með ferm­ing­ar­ung­menn­um fyrr en við 18 ára ald­ur.“

Sigurvin endar grein sína á þeim orðum að fjöl­skylda viðkom­andi ferm­ing­ar­ung­menn­is fagn­i þeirri ákvörðun sem ung­mennið tók, að ferm­ast með skóla­fé­lög­um sín­um í Grafar­vogs­kirkju. Þeim sé hins vegar mis­boðið yfir fram­göngu Grafar­vogs­kirkju gagn­vart ung­menn­inu.

„Viðkom­andi ung­menni átti fal­leg­an ferm­ing­ar­dag og er nú komið aft­ur í faðm Frí­kirkj­unn­ar en eft­ir sit­ur sú staðreynd að hafa verið gert að skipta um trú­fé­lag, þvert á vilja ung­menn­is­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar