fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að dreifa nektarmynd á Snapchat – Hótaði að dreifa fleiri myndum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á kynferðislegri friðhelgi konu. Alls hlaut hinn sakfelldi sextíu daga dóm en refsingin fellur niður ef hann heldur skilorð í tvö ár.

Maðurinn var ákærður fyrir að senda nektarmynd af konu á þriðja aðila í gegnum samskiptaforritið Snapchat auk þess að hóta konunni því að dreifa fleiri nektarmyndum af henni. Sú hótun hafi verið til þess fallin að valda henni ótta og kvíða.

Sjá einnig: Hörður snapchatperri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn börnum – Móðir þolanda vonar að hann fái hjálp

Maðurinn játaði skýlaust brot sín en þau geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi.  Í ljósi játningar, viðurkenningar á bótaskyldu og að maðurinn væri með hreint sakarvottorð þótti dómara skilorðsbundni dómurinn við hæfi.

Konan gerði einkaréttakröf upp á 1 milljón króna í miskabætur frá hinum sakfellda en dómarinn ákvað að 300 þúsund krónur væru hæfilega bótaupphæð. Auk eigin málakostnaðar var manninum gert að greiða rúmlega 420 þúsund króna lögfræðikostnað brotaþola.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni