Eldur kom upp í bifreið á Reykjanesbraut, skammt frá Mjóddinni, á tíunda tímanum í morgun og lagði mikinn reyk frá henni.
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við DV að einn bíll hafi verið sendur á staðinn en gat að öðru leyti litlar upplýsingar veitt.
Lögregla lokaði fyrir umferð um Reykjanesbraut á meðan slökkviliðið vann sína vinnu og beindi henni að Mjóddinni.