fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Dómur er fallinn í stóra kókaínmálinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 10:21

Frá aðalmeðferð málsins í Héraðdsómi Reykjavíkur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í stóra kókaínmálinu, en sakborningarnir fjórir hluti rétt í þessu þunga dóma og voru dæmdir í fangelsi á bilinu 6-10 ár. mbl.is greinir frá.

Páll Jónsson timbursali hlaut tíu ára fangelsi, hlaut Daði Björnsson sex og hálft ár, Jóhannes Páll Durr hlaut sex ár og Birgir Halldórsson hlaut átta ár.

Lögregla komst á snoðir um málið við skoðun á gögnum í máli sem hefur verið kallað saltdreifaramál þar sem tveir menn voru dæmdir í 12 ára fangelsi, tveir hlutu 10 ár og einn tveggja ára dóm í október í fyrra.

Rannsakaði lögreglan kókaín-málið um nokkurra mánaða skeið og handtók á endanum sakborningana fjóra og voru þeir svo ákærðir fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sem og peningaþvætti upp á tæpar 63 milljónir króna.

Sjá einnig: Virtir góðborgarar í stærsta kókaínmáli sögunnar – Páll, Daði, Jóhannes og Birgir ákærðir

Kókaínið var falið í timbursendingu en hún var þó haldlögð í Hollandi þar sem efninu var skipt út fyrir gerviefni og sent svo áfram til Íslands. Þar fylgdist lögreglan með þegar menn fjarlægður timbrið úr gámi og fluttu yfir í sendibíl sem lögregla veitti svo eftirför að bensínstöð í Hafnarfirði. Þar hafi annar sakborningur tekið við bílnum og ekið honum að Gjáhellu. Þar kom svo Páll timbursali og fór með hann til baka til að sækja meira timbur í Borgartúni og þaðan í Hafnarfjörð.

Hafði lögregla komið fyrir hlustunarbúnaði í bílnum og voru allir fjórir sakborningarnir handteknir um kvöldið.

Ráða mátti af ákæru málsins að höfuðpaurarnir í málinu hafi sloppið undan lögreglu. Greindu sakborningarnir fjórir frá því að þeir hafi staðið að innflutningi efnanna í félagi við óþekkta aðila sem hafi greitt háar fjárhæðir inn á reikninga þeirra.

Sjá einnig: Harmsaga Páls timbursala – „Ég var í andlegu sjokki, hent inn í einangrun“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi