fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Arion banki viðurkennir brot og þarf að greiða 80 milljón króna sekt – Settu á uppgreiðslugjöld sem brutu gegn sátt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið gerði í dag sátt við Arion banka þar sem bankinn gengst við því að hafa brotið gegn banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Mun Arion greiða 80 milljónir í sekt vegna málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Forsögu málsins má rekja til þess að árið 2017 gerði Arion sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar sem eftirlitið hóf eftir að kvörtun barst frá smærri keppinaut. Með þeirri sátt skuldbatt Arion sig meðal annars til þess að leggja ekki uppgreiðslugjöld á umframgreiðslur skuldara inn á ný og útistandandi lán einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti, óháð því undir hvaða lögum viðkomandi lán voru upphaflega veitt.

Bankinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið að hafa brotið gegn þessari sátt hvað varðar bann við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti í tilteknum afmörkuðum tilvikum. Bankinn hafði í níu lánssamningum sem bera breytilega vexti kveðið á um uppgreiðslugjald eða ígildi þess og hafði bankinn innheimt slíkt gjald í einu af þessum níu tilvikum.

Arion viðurkenndi einnig að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf til viðskiptavina vegna áðurnefndrar sáttar frá árinu 2017 og báru verðskrár bankans ekki með sér að áðurnefnt bann við uppgreiðslugjöldum væri í gildi. Auk þess var hlutaðeigandi lántakendum ekki gerð sérstök grein fyrir áhrifum sáttarinnar á lánaskilmála þeirra.

Segir enn fremur í tilkynningu:

„Eins og framar greinir greiðir bankinn 80 milljónir í sekt vegna málsins. Það hefur verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta að Arion banki hefur sýnt ríkan samstarfsvilja og hefur það stytt rannsókn og málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er litið til þess að þegar Samkeppniseftirlitið hóf athugun á háttseminni, greip bankinn fljótt til aðgerða svo áhrif hennar yrðu lágmörkuð. Auk þess hefur bankinn gripið til ýmissa aðgerða í því skyni að tryggja traustari framfylgni við 2. gr. sáttarinnar eftirleiðis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum