fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Prigozhin segir að Bakhmut sé nú á valdi Rússa – Úkraínumenn þvertaka fyrir það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2023 16:30

Úkraínumenn og Rússar berjast enn nærri Bakhmut. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðafyrirtækisins, segir að rússneski fáninn hafi verið dreginn að húni á ráðhúsinu í Bakhmut en hart hefur verið barist um bæinn síðustu mánuði og hafa tugir þúsunda hermanna fallið í þeim bardögum. En Úkraínumenn segja af og frá að Rússar hafi náð Bakhmut.

Prigozhin tilkynnti þetta í hljóðupptöku á Telegram um miðnætti. Hann sagði að rússneski fáninn hafi verið dreginn að húni á ráðhúsinu en úkraínskar hersveitir séu enn í vesturhluta bæjarins. „Út frá lagalegu sjónarhorni hefur Bakhmut verið hertekin,“ sagði hann.

Reuters skýrir frá þessu en fréttaveitan hefur ekki getað staðfest þessi orð Prigozhin.

Yfirstjórn úkraínska hersins vísar þessum fullyrðingum hans á bug í færslu sem hún birti á Facebook í nótt. Segir hún að Rússar haldi uppi stöðugum árásum á Bakhmut en úkraínskar hersveitir hafi varist hetjulega og stöðvað sóknir Rússa.

Prigozhin hefur áður komið með tilkynningar um sigra á vígvellinum sem áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans