fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Prigozhin segir að Bakhmut sé nú á valdi Rússa – Úkraínumenn þvertaka fyrir það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2023 16:30

Úkraínumenn og Rússar berjast enn nærri Bakhmut. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðafyrirtækisins, segir að rússneski fáninn hafi verið dreginn að húni á ráðhúsinu í Bakhmut en hart hefur verið barist um bæinn síðustu mánuði og hafa tugir þúsunda hermanna fallið í þeim bardögum. En Úkraínumenn segja af og frá að Rússar hafi náð Bakhmut.

Prigozhin tilkynnti þetta í hljóðupptöku á Telegram um miðnætti. Hann sagði að rússneski fáninn hafi verið dreginn að húni á ráðhúsinu en úkraínskar hersveitir séu enn í vesturhluta bæjarins. „Út frá lagalegu sjónarhorni hefur Bakhmut verið hertekin,“ sagði hann.

Reuters skýrir frá þessu en fréttaveitan hefur ekki getað staðfest þessi orð Prigozhin.

Yfirstjórn úkraínska hersins vísar þessum fullyrðingum hans á bug í færslu sem hún birti á Facebook í nótt. Segir hún að Rússar haldi uppi stöðugum árásum á Bakhmut en úkraínskar hersveitir hafi varist hetjulega og stöðvað sóknir Rússa.

Prigozhin hefur áður komið með tilkynningar um sigra á vígvellinum sem áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt