Þessi fyrirtæki eru meðal þeirra stærstu í bílaframleiðslu en mörg önnur hafa einnig hætt starfsemi í Rússlandi. Þetta þýðir að nú verða Rússar að lifa með því að fá ekki nýja vestræna bíla og að nú séu það aðallega kínverskir bílar sem eru keyptir til landsins.
Nú seljast kínverskir bílar frá Haval, Chery og Geely vel í Rússlandi. Kínverskir bílar eru nú um 40% allra nýrra bíla sem seljast í landinu. Þetta er 31% aukning miðað við það sem var fyrir stríð.
Reuters segir að Rússar taki þessum bílum þó ekki af mikilli ánægju. Bæði bílasalar og neytendur telja kínversku bílana vera síðri að gæðum en vestrænir bílar.
Út á við vilja stjórnvöld láta líta út fyrir að kínversku bílarnir séu jafn góðir og þeir evrópsku.
Nýlega sagði Dmitry Medvedev, fyrrum forseti og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, að kínverskir bílar séu ekki lengur eitthvað sem grín sé gert að. Hann sagðist hafa ekið í einum slíkum í heimsókn sinni í Kína í desember. „Við vorum vön að gera grín að hönnun þeirra en ég fór í bíltúr í kínverskum bíl og skoðaði aðra. Ég segi bara í hreinskilni: Bíllinn sem ég ók var alls ekki síðri en Mercedes,“ sagði hann og trúi nú hver sem vill þessum orðum hans.