Samkvæmt heimildum DV er Edda Falak hætt á Heimildinni. Og er hún ekki lengur skráð á vefsíðu Heimildarinnar sem blaðamaður.
Þann 20. febrúar síðastliðinn var tilkynnt að Edda hefði hafið störf á ritstjórn Heimildarinnar og myndi hún byrja með nýja þætti í mars undir nafninu Edda Falak.
Í tilkynningu þá á vef Heimildarinnar sagði að Edda myndi „halda áfram að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið, auk þess að sinna öðrum verkefnum. Þættir undir hennar stjórn koma áfram út í nýrri mynd undir merkjum Heimildarinnar.“
Einn þáttur kom út 10. mars, sem jafnframt var forsíðuviðtal blaðsins, Næsti þáttur mun hafa verið tilbúinn samkvæmt tilkynningu frá ritstjóra, en hann hefur enn ekki komið út.