fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Nú fljúga bandarískar njósnaflugvélar í bakgarði Rússlands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 06:45

River Joint vél. Mynd: Us Air Force

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir klukkan 7  þann 23. mars hóf Boeing flugvél sig á loft frá herstöð um 100 km norðaustan við Lundúnir. Vélin hefur viðurnefnið „Rivet Joint“ og á hlið hennar stendur skýrum stöfum „Us Air Force“.

Vélin er hlaðinn raftækjum sem er hægt að nota til að hlera samskiptakerfi af ýmsu tagi og til að finna nákvæmlega út hvaðan skilaboð eru send.

Vélinni var flogið upp í rúmlega 9 km hæð og stefnan tekin til austurs. Flogið var yfir Holland, Þýskaland og Pólland áður en beygt var til norðurs yfir Eystrasaltsríkin og því næst yfir Finnland. Töluvert norðan við Helsinki var vélinni flogið fram og aftur um 50 km frá rússnesku landamærunum.

Hinum megin við landamæri er ein stærsta flotastöð Rússa á eyju í innsiglingunni til St Pétursborgar. Eftir nokkrar ferðir fram og aftur nærri St Pétursborg var vélinni flogið áfram norður eftir landamærunum þar til henni var snúið við og flogið aftur til herstöðvarinnar norðan við Lundúnir.

Á meðan vélin var á lofti sendi finnska varnarmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að finnski flugherinn standi fyrir eftirlitsflugi í finnskri lofthelgi ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum.

Ráðuneytið sagði einnig að í framtíðinni verði erlendar njósnaflugvélar í finnskri lofthelgi, bæði mannaðar vélar og drónar.

Það eru ný tíðindi að Finnar opni lofthelgi sína fyrir njósnaflugvélum frá öðrum ríkjum og flugið á fimmtudaginn er fyrsta flugið af þessu tagi sem vitað er um.

Allt þar til Rússar réðust inn í Úkraínu voru Finnar hlutlaus þjóð og því höfðu njósnaflugvélar frá NATO ekkert erindi í lofthelgi þeirra. En nú hafa Finnar sótt um aðild að NATO og verða væntanlega fljótlega aðildarríki. Þá verða 1.300 km löng landamæri Finnlands og Rússlands ný lína sem skilur NATO og Rússland að. Við landamærin getur NATO aflað sér upplýsinga um rússneska herinn og hreyfingar hans.

Juhani Pihlajamaa, varnarmálasérfræðingur, sagði í samtali við Helsinki Saanomat, að NATO geti væntanlega aflað sér margra mikilvægra upplýsingar með því að fljúga njósnavélum sínum meðfram rússnesku landamærunum. Flotahöfnin í Murmansk er innan seilingar sem og höfuðstöðvar hersins í St Pétursborg.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu langt njósnabúnaður bandarísku vélanna dregu en Northrop Grummann, sem framleiðir njósnadróna, segir að sumar tegundir geti aflað gagna í allt að 500 km fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm