Vélin er hlaðinn raftækjum sem er hægt að nota til að hlera samskiptakerfi af ýmsu tagi og til að finna nákvæmlega út hvaðan skilaboð eru send.
Vélinni var flogið upp í rúmlega 9 km hæð og stefnan tekin til austurs. Flogið var yfir Holland, Þýskaland og Pólland áður en beygt var til norðurs yfir Eystrasaltsríkin og því næst yfir Finnland. Töluvert norðan við Helsinki var vélinni flogið fram og aftur um 50 km frá rússnesku landamærunum.
Hinum megin við landamæri er ein stærsta flotastöð Rússa á eyju í innsiglingunni til St Pétursborgar. Eftir nokkrar ferðir fram og aftur nærri St Pétursborg var vélinni flogið áfram norður eftir landamærunum þar til henni var snúið við og flogið aftur til herstöðvarinnar norðan við Lundúnir.
Á meðan vélin var á lofti sendi finnska varnarmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að finnski flugherinn standi fyrir eftirlitsflugi í finnskri lofthelgi ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum.
Ráðuneytið sagði einnig að í framtíðinni verði erlendar njósnaflugvélar í finnskri lofthelgi, bæði mannaðar vélar og drónar.
Það eru ný tíðindi að Finnar opni lofthelgi sína fyrir njósnaflugvélum frá öðrum ríkjum og flugið á fimmtudaginn er fyrsta flugið af þessu tagi sem vitað er um.
Allt þar til Rússar réðust inn í Úkraínu voru Finnar hlutlaus þjóð og því höfðu njósnaflugvélar frá NATO ekkert erindi í lofthelgi þeirra. En nú hafa Finnar sótt um aðild að NATO og verða væntanlega fljótlega aðildarríki. Þá verða 1.300 km löng landamæri Finnlands og Rússlands ný lína sem skilur NATO og Rússland að. Við landamærin getur NATO aflað sér upplýsinga um rússneska herinn og hreyfingar hans.
Juhani Pihlajamaa, varnarmálasérfræðingur, sagði í samtali við Helsinki Saanomat, að NATO geti væntanlega aflað sér margra mikilvægra upplýsingar með því að fljúga njósnavélum sínum meðfram rússnesku landamærunum. Flotahöfnin í Murmansk er innan seilingar sem og höfuðstöðvar hersins í St Pétursborg.
Ekki er vitað nákvæmlega hversu langt njósnabúnaður bandarísku vélanna dregu en Northrop Grummann, sem framleiðir njósnadróna, segir að sumar tegundir geti aflað gagna í allt að 500 km fjarlægð.