Þetta hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann sagði að hluti af þessum erlendu starfsmönnum búi hér á landi allt árið.
„Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera. Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrirtækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr,“ er haft eftir honum.
Áætlað er að 23.000 til 25.000 störf verði í ferðaþjónustunni í sumar og má vænta þess að um 8.000 útlendingar verði að störfum. Stór hluti þeirra er farandverkamenn sem eru fluttir til landsins til að leggja hönd á plóginn á meðan vertíðin stendur yfir.
Jóhannes sagði að margir erlendu starfsmannanna séu með menntun í ferðamálafræði og sé fólkið ekki „pikkað upp af götunni“.