Spiegel skýrir frá þessu og vísar í ónafngreinda heimildarmenn.
Reuters segir að Þjóðverjar hafi lofað að senda Úkraínumönnum 18 Leopard 2 skriðdreka. Auk þess hafa Þjóðverjar sent Úkraínumönnum um 40 Marder skriðdreka.
Áður höfðu Úkraínumenn fengið Leopard 2 skriðdreka frá Póllandi en Pólverjar lofuðu að senda þeim 14 stykki.
Leopard 2 eru taldir vera bestu og fullkomnustu skriðdrekar heims.
Úkraínskir hermenn hafa verið í þjálfun í Póllandi, Þýskalandi og Spáni síðustu vikur til að geta notað Leopard 2 skriðdrekana.