fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Þjóðverjar búnir að afhenda Úkraínumönnum fyrstu Leopard 2 skriðdrekana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2023 07:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa Þjóðverjar afhent Úkraínumönnum fyrstu Leopard 2 skriðdrekana. Þeir ákváðu að láta Úkraínumönnum slíka skriðdreka í té fyrir tveimur mánuðum og nú eru 18 skriðdrekar komnir til Úkraínu.

Spiegel skýrir frá þessu og vísar í ónafngreinda heimildarmenn.

Reuters segir að Þjóðverjar hafi lofað að senda Úkraínumönnum 18 Leopard 2 skriðdreka. Auk þess hafa Þjóðverjar sent Úkraínumönnum um 40 Marder skriðdreka.

Áður höfðu Úkraínumenn fengið Leopard 2 skriðdreka frá Póllandi en Pólverjar lofuðu að senda þeim 14 stykki.

Leopard 2 eru taldir vera bestu og fullkomnustu skriðdrekar heims.

Úkraínskir hermenn hafa verið í þjálfun í Póllandi, Þýskalandi og Spáni síðustu vikur til að geta notað Leopard 2 skriðdrekana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð
Fréttir
Í gær

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík