Þetta segir þýski miðillinn T-online sem segir að upplýsingar sýni að rússnesk herskip og sérsveitarmenn, sem eru sérþjálfaðir til að vinna skemmdarverk neðansjávar, hafi verið á svæðinu á þeim tíma sem sprengjur sprungu við gasleiðslurnar.
T-online, í samvinnu við sérfræðinga, notaði opnar heimildir á borð við Google Earth, gervihnattarmyndir, rússneskar fréttatilkynningar og upplýsingar í rússneskum fjölmiðlum til að leiða líkum að því að rússnesk herskip hafi verið á svæðinu í lok september þegar sprengjurnar sprungu. Auk þess hefur miðillinn fengið hluta af þessum upplýsingum staðfestar hjá ónafngreindum heimildarmanni hjá leyniþjónustu.
Open source information has helped corroborate the unusual movements of Russian and NATO naval vessels in the vicinity of the Nord Stream pipeline between September 21st – 23rdhttps://t.co/T2hJVp5jr9
— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 25, 2023