fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Björn telur tímabært að rússneski sendiherrann verði rekinn úr landi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2023 09:00

Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til að reka rússneska sendiherrann úr landi.

Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að brottrekstur sendiherrans gæti valdið Íslendingum vandræðum í Rússlandi. „Hins vegar er það svo að það ríkir ekki gagnkvæmni. Stjórnmálasamband er reist á því að það séu gagnkvæm réttindi og sambærilegar skyldur sem ber að virða í gistilandinu, hvort sem er hér eða í Moskvu. Ég veit ekki til þess að sendiherra Íslands hafi sama svigrúm og rússneski sendiherrann hér til afskipta af rússneskum málefnum,“ sagði Björn.

Hann sagði að utanríkisráðuneytið hafi ekki gert nett með tillögu hans um að reka sendiherrann úr landi en hún hafi verið sett fram til að vekja athygli á hversu ósvífin ummæli sendiherrans séu hvað eftir annað. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um Íslendinga og íslenska ráðamenn.

„Skömmu eftir að átökin hófust í Úkraínu, lét hann eins og rússneska sendiráðið sætti einhverju óvægilegu áreiti frá almenningi hér á landi. Það birtust fréttir í rússneskum fjölmiðlum sem settu Ísland í neikvætt ljós,“ sagði Björn einnig.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“