Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að brottrekstur sendiherrans gæti valdið Íslendingum vandræðum í Rússlandi. „Hins vegar er það svo að það ríkir ekki gagnkvæmni. Stjórnmálasamband er reist á því að það séu gagnkvæm réttindi og sambærilegar skyldur sem ber að virða í gistilandinu, hvort sem er hér eða í Moskvu. Ég veit ekki til þess að sendiherra Íslands hafi sama svigrúm og rússneski sendiherrann hér til afskipta af rússneskum málefnum,“ sagði Björn.
Hann sagði að utanríkisráðuneytið hafi ekki gert nett með tillögu hans um að reka sendiherrann úr landi en hún hafi verið sett fram til að vekja athygli á hversu ósvífin ummæli sendiherrans séu hvað eftir annað. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um Íslendinga og íslenska ráðamenn.
„Skömmu eftir að átökin hófust í Úkraínu, lét hann eins og rússneska sendiráðið sætti einhverju óvægilegu áreiti frá almenningi hér á landi. Það birtust fréttir í rússneskum fjölmiðlum sem settu Ísland í neikvætt ljós,“ sagði Björn einnig.