fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Edda sökuð um taktleysi í tísti sínu um Gunnar Nelson

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. mars 2023 08:55

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem Edda Falak birti á Twitter á föstudagskvöldið hefur valdið nokkru fjaðrafoki en þar sagði hún: „Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann“ og myllumerkti Vikunni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins, sem ávallt er á dagskrá á föstudagskvöldum. Tístið birtist á skjánum á meðan útsendingu þáttarins stóð. 

Andstæðingar Eddu á samfélagsmiðlum gerðu því skóna að hún væri að hóta ofbeldi en hún skrifaði í tísti nokkru síðar: „Þetta var augljóslega grín fyrir þau sem náðu því ekki. Ég er ekki með Gunna Nelson í bandi.“ Því má slá föstu að margir hafi skilið tístið sem grín án þessarar útskýringar.

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, gagnrýnir sérstaklega tímasetningu tístsins í Orðrómi sínum. Á föstudaginn sendi Heimildin, þar sem Edda hefur ráðið sig sem blaðamaður, yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem brugðist var við ásökunum á hendur Eddu þess efnis að hún hefði fyrir tveimur árum viðhaft ósannindi um starfsferil sinn í Danmörku í fjölmiðlaviðtölum sem birtust í aðdraganda átaksins „Ég trúi“ fyrir tveimur árum. Þar lýsti hún karlrembuviðhorfum í sinn garð á vinnustöðum sem hún virðist ekki hafa starfað á, meðal annars í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk. Þráfaldlega hefur verið ranghermt í samfélagsmiðlaumræðu um málið að Edda hafi sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á umræddum vinnustöðum. Svo er ekki. „Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist,“ skrifaði Frosti Logason í opnu bréfi sínu til Heimildarinnar sem leiddi til áðurnefndrar yfirlýsingar miðilsins.

Ljóst virðist að Edda sé að vísa til Frosta í tístinu, sem „lúsers“ sem hafi fengið hana á heilann, en Frosti hefur farið mikinn í harkalegri gagnrýni sinni á Eddu undanfarið. Viðtal hennar við Eddu Pétursdóttur, fyrrverandi unnustu Frosta, leiddi til þess að hann missti starf sitt á Sýn í fyrra, en í viðtalinu var hann sakaður um andlegt ofbeldi og hótanir.

Reynir Traustason er afar gagnrýninn á tímasetningu Nelson-gríns Eddu, sem birtist að kvöldi dagsins sem Heimildin birti yfirlýsingu sína þar sem gengist var við því að Edda hefði ekki sagt satt um starfsferil sinn. Sakar hann hana um að sýna taktleysi og skilningsleysi gagnvart alvöru málsins:

„Yfirmenn Eddu á Heimildinni hafa sýnt henni mikinn drengskap og traust með því að standa með henni í sameiginlegri yfirlýsingu sem færir ábyrgðina af framkomu hennar að nokkru marki yfir á fjölmiðlinn. Í miðju fjölmiðlafárinu eftir yfirlýsinguna var hennar framlag var að senda út á Twitter að hún myndi fá bardagamanninn  Gunnar Nelson til að afgreiða þá sem færu gegn henni. Færslan var merkt Vikunni með Gísla Marteini til að ná enn meiri dreifingu en ella. Þetta lýsir skilningsleysi hennar á alvöru málsins og ótrúlegu taktleysi gagnvart því fólki sem var að hjálpa henni við að slökkva eldana sem hún hefur kveikt með óheiðarleika sínum.“

Edda hafi kynnst menningu fjármálafyrirtækja í gegnum nám sitt

Mbl.is birti í gær viðtal við Ingibjörgu Kjartansdóttur, annan ritstjóra Heimildarinnar, þar sem farið var yfir málið. Er þar meðal annars brugðist við getgátum um að Edda hafi sagt rangt til um þau kynbundnu viðhorf sem sagðist hafa upplifað í störfum sínum í Danmörku, úr því hún sagði ekki rétt til um starfsferil sinn þar. Ingibjörg segir:

„Það sem ligg­ur fyr­ir í mál­inu er að hún var að stunda nám í Kaup­manna­höfn þar sem hún var í tengsl­um við fjár­mála­fyr­ir­tæki. Þar kynnt­ist hún menn­ingu þess­ara fyr­ir­tækja og þeim viðhorf­um sem hún var að lýsa þegar hún var að tala um starfs­fer­il sinn. Hún kynnt­ist þess­um viðhorf­um sem snéru að því að hún gæti ekki verið tek­in al­var­lega á þess­um vett­vangi, ef hún væri að birta mynd­ir af sér fá­klæddri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“