fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Íslenskur raðnauðgari dæmdur í átta ára fangelsi í Svíþjóð – Geirmundur Hrafn Jónsson kallaður „sexualsadist“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 11:29

Geirmundur Hrafn Jónsson (lögreglumynd).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og sjö ára Íslendingur, Geirmundur Hrafn Jónsson, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Svíþjóð fyrir frelsissviptingu, nauðgun og hrottalegar misþyrmingar á 25 ára gamalli konu sem hann hélt fanginni í margar klukkustundir.

Heimildin greinir frá þessu en fjallað er um mál Geirmundar í fjölmörgum sænskum miðlum, m.a. Bulletin og Expressen . Geirmundur er kallaður „sexualsadist“ í sænskum fjölmiðlum en ofbeldi hans gegn konunni er svo hrottalegt að fjölmiðlarnir treysta sér ekki til að lýsa því í smáatriðum.

Geirmundur gengur undir nafninu Andre Falk í Svíþjóð og hefur hann á undanförnum 19 árum verið dæmdur samtals fjórum sinnum fyrir gróft ofbeldi gegn konum, nauðganir og misþyrmingar, árin 2004, 2009, 2017 og 2023.

Geirmundur er íslenskur ríkisborgari en fæddur í Lundi í Svíþjóð árið 1986. Foreldrar hans eru íslenskir en hann er ekki með sænskan ríkisborgararétt. Hann hefur aðeins búið á Íslandi um nokkurra mánaða skeið er hann var 17 ára en annars búið alla ævi í Svíþjóð.

Samkvæmt Heimildinni hafa íslensk yfirvöld ekki heyrt af málum Geirmundar og sænsk yfirvöld hafa því ekki kannað möguleika á því að vísa honum úr landi og til Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur gegn leigubílstjóra sem braut gegn framhaldsskólastúlku mildaður verulega

Dómur gegn leigubílstjóra sem braut gegn framhaldsskólastúlku mildaður verulega
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Þorgerður segir Valkyrjurnar vera á uppleið og birtir þessa mynd

Þorgerður segir Valkyrjurnar vera á uppleið og birtir þessa mynd